Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 23:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Robert O'Brien (til hægri) ásamt starfsmannastjóra Hvíta hússins (Mark Meadows) 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd lést. Getty/Sarah Silbiger Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. Robert O‘Brien hefur gegnt starfi Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta hússins frá því að hafa verið skipaður í starfið af Donald Trump Bandaríkjaforseta í september á síðasta ári. Staða þjóðaröryggisráðgjafa er ein sú virtasta innan bandarísks stjórnkerfis en embættið fellur ekki undir ráðuneyti heldur beint undir forsetann sjálfan. Fjórir hafa gegnt stöðunni frá því að Donald Trump tók við völdum í janúar árið 2017. „Ég held að kynþáttahatur sé ekki kerfislægt í lögreglunni. Ég tel að 99,9% lögreglumanna okkar séu fyrirmyndar ríkisborgarar. Margir þeirra eru afrísk-amerískir, ættaðir frá rómönsku-ameríku eða frá asíu, þeir starfa í erfiðum hverfum og vinna erfiðasta starf sem fyrirfinnst í landinu. Ég tel þá vera stórkostlega, frábæra Bandaríkjamenn,“ sagði O‘Brien í þættinum „State of the Union“ á CNN þegar hann var spurður hvort hann teldi kynþáttahatur vera vandamál innan raða lögreglunnar. Frá mótmælum við þinghúsið í St.Paul í Minnesota.Getty/Scott Olson Málefnið hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir andlát George Floyd í Minneapolis í Minnesota í vikunni. Floyd lést í haldi lögreglumannsins Derek Chauvin eftir að hafa verið handtekinn. Myndband náðist af aðgerðum lögreglumannanna þar sem Chauvin sást halda Floyd niðri, með hné á hálsi hans á meðan Floyd kvaðst ekki geta andað. Lögreglumennirnir fjórir, Chauvin og þrír aðrir sem fylgdust með, hafa verið leystir undan störfum og Chauvin ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Í kjölfar andláts Floyd hafa mótmæli sprottið upp í fjölda bandarískra borga. Í fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en hafa mótmælin nú víða stigmagnast og ríkir nú nánast stríðsástand í borgum vestan hafs. Lögreglumenn beita mótmælendur mikilli hörku sem leitast sumir hverjir við að svara í sömu mynt. Borið hefur á því að lögregla ráðist á fjölmiðlafólk og saklausa borgara en útgöngubanni hefur verið komið á í nokkrum borgum Bandaríkjanna. „Það er ekki hægt að neita því að til séu kynþáttahatarar innan raða lögreglunnar, ég tel þá vera í minnihluta. Þeir eru skemmd epli sem við þurfum að bola burt, sagði O‘Brien í þættinum. O‘Brien sagði þá að ofbeldisfullum mótmælum í sumum borga Bandaríkjanna sé stýrt af ófriðarseggjum og sagði Hvíta húsið styðja mótmælendur ef mótmælin færu friðsamlega fram. Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á þá mótmælendur sem hafa farið ránshendi um verslanir í skugga mótmælanna. Þótti tíst hans um málið ýta undir ofbeldi og lokaði samfélagsmiðillinn Twitter því á færslu forsetans þar sem hún þótti brjóta gegn reglum miðilsins. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Þingmaðurinn Corey Booker frá New Jersey-ríki var einnig gestur þáttarins og sagði hann samfélag svarta í bandaríkjunum deila sameiginlegum ótta við lögregluna. „Það sem við sjáum vera að gerast hérna eru ekki bara viðbrögð við morði sem náðist á myndband heldur sjáum við djúpt og mikið sár í samfélagi okkar sem verður að bregðast við,“ sagði Booker í þættinum
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira