Endurmeta stöðuna á tveggja vikna fresti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júní 2020 19:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í dag um breytingu á reglum við komur ferðamanna til Íslands. Forsætisráðherra segir að staðan verði endurmetin á tveggja vikna fresti. Minnisblað sóttvarnarlæknis um skimanir við landamæri var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttvarnarlæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku en að sögn forsætisráðherra er samtal í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar. Ráðherrann hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnarlækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Margt er þó enn óljóst. „Það er meðal annars gjaldtaka fyrir sýni og hvort hún á að snúast um gjald fyrir einstakt sýni eða vera hluti af fastakostnaði. Það eru líka ákveðnar laga- og reglugerðarbreytingar sem þarf að ráðast í til að mynda varðandi forskráningu upplýsinga af hálfu flugrekstraraðila. Hvernig á að fara með þá sem hingað koma og neita annað hvort að taka sýni eða fara í sóttkví og svo framvegis,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Forsætisráðherra segir að samtal sé í gangi um aðkomu íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá opnun landamæra yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag. Nú er þetta breytilegt ástand. Hversu reglulega og hvenær ætlið þið að endurskoða stöðuna? „Ég hef lagt á það áherslu að við séum að endurskoða þetta mjög reglulega. Það er að segja að á tveggja vikna fresti munum við taka stöðuna. Hvaða árangri er þetta að skila og við verðum um leið að fylgjast með þróun faraldursins í heiminum,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33 Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví. 2. júní 2020 12:33
Sóttvarnalæknir enn þeirrar skoðunar að skimun á Keflavíkurflugvelli sé rétta leiðin Sóttvarnalæknir er enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé enn rétta leiðin þegar kemur að opnun landamæranna. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. 31. maí 2020 10:40
Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33