Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 23:16 Primo Tours teiknuðu upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Vísir/getty Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti. Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti.
Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43
Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30