Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 17:22 Ferðalagið verður ekki með sama sniði og áður þegar Icelandair hefur daglegt áætlunarflug 15. júní. Farþegar og áhöfn þurfa að vera með grímur og engin matarþjónusta verður um borð. Vísir/Vilhelm Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49