Æðislegt að spila með fyrirmyndinni: „Hún er líka mjög skemmtilegur karakter“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2020 19:00 Karen Lind, Elísabet Sunna og Gunnhildur Hekla frá GKG voru ánægðar með daginn. mynd/stöð 2 „Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu Golf Sportpakkinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Hún er náttúrulega fyrirmynd allra og það var æðislegt að spila með henni,“ sagði Karen Lind Stefánsdóttir eftir að hafa spilað í holli með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á golfmóti sem sérstaklega er ætlað til að efla þátttöku stúlkna og kvenna í golfi. Um er að ræða níu holu golfmót fyrir stúlkur sem KPMG hélt í dag, í samstarfi við GSÍ og Ólafíu Þórunni. Níu íslenskir atvinnu- og afrekskylfingar leiðbeindu stúlkunum, sem voru 27 talsins, og svo skiptu þær sér niður í holl sem hvert var skipað þremur stúlkum og einum afrekskylfingi. „Þetta er rosalega gaman. Ég hef heyrt það frá kennurum á Íslandi að eftir að ég komst á LPGA hefur stelpugolfið aukist svolítið mikið hérna. Það hafi aldrei verið meiri skráning á námskeiðin, og við viljum halda því áfram og hvetja stelpur til að halda áfram og gera eitthvað skemmtilegt fyrir þær,“ sagði Ólafía Þórunn við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Haraldur Franklín Magnús var í hollinu sem fór með sigur af hólmi, á átta höggum undir pari, og var ánægður með stelpurnar: „Þær voru frábærar. Það var gott veður hérna, völlurinn skemmtilegur og þetta er skemmtilegt framtak. Ég var í mjög skemmtilegu holli,“ sagði Haraldur. Mikil ánægja var hjá stúlkunum með mótið. „Það er sérstaklega gaman að spila með þessum kylfingum. Ólafía er náttúrulega fyrirmynd allra, fyrst inn á [LPGA] túrinn og mjög ung þegar hún fór þangað inn. Það var æðislegt að spila með henni. Hún er líka mjög skemmtilegur karakter,“ sagði Karen Lind sem eins og fyrr segir lék í holli með Ólafíu. Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir var í sigurliðinu og naut þess að spila með kylfingi sem leikið hefur á sjálfu Opna breska meistaramótinu, og sjá aðra af þeim bestu á landinu: „Það var bara mjög gaman. Sérstaklega að sjá þau dræva svona langt. Það er alveg rosalegt,“ sagði Gunnhildur. Klippa: Sportpakkinn - Stúlknamót KPMG og Ólafíu
Golf Sportpakkinn Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira