Bæjarstjórinn með umferðarflautuna Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 16. júní 2020 12:00 Þetta kjörtímabil hefur ekki verið gott fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og bærinn hefur margfaldað skuldir sínar. Vegna ofurtrú á því að Seltirningar megi ekki borga jafn hátt útsvar og íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur meirihlutinn gripið til sársaukafullra aðgerða. Leikskólagjöld, matarkostnaður eldri borgara og leiga á félagslegu húsnæði hefur hækkað um tugi prósenta. Skorið var niður í grunnskólanum svo bekkir stækka, í tónlistarskólanum svo biðlisti lengist, 40% af stöðugildum félagsmiðstöðvarinnar voru skorin út, starfsfólki sagt upp og ofan á þetta bætist nú Covid ástandið. Þessar aðgerðir hafa ekki aukið stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi sem hefur verið minnkandi í síðustu kosningum en flokkurinn fékk í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins minnihluta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2018. En þegar öll spjót standa að bæjarstjóranum þá getur verið gott að eiga patent lausnir á lager til að dreifa umræðunni og að þessu sinni var blásið í umferðarflautuna. Bæjarstjórinn fór í blöðin og kvartaði yfir viðtali við formann skipulagsnefndar þar sem kom fram að áætlað væri að setja upp 6 ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðisgrandann. Umferðarflautan virkaði vel og áður en maður vissi af voru stjörnulögmenn á Seltjarnarnesi farnir að rífast við sjónvarpsmenn úr Reykjavík og að lokum fór umræðan að sjálfsögðu út í það að tala um umræðuna sjálfa og að hún væri allt of harkaleg. Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé sammála um að bæta mætti tengingar fyrir gangandi vegfarendur á Eiðisgrandanum þá þótti mér 6 umferðarljós ansi vel í lagt á stuttum kafla. Ég hafði því samband við borgina og kom þá í ljós að hér var á ferð misskilningur á milli blaðamanns og borgarfulltrúans og þessar 6 gönguþveranir séu aðeins þær gangbrautir sem eru nú þegar til staðar og ein þeirra er ljósastýrð og hefur verið síðastliðin 7 ár. Helsta inntak í gagnrýni bæjarstjórans á borgina var skortur á samráði og samtali en eins og þetta mál sýnir, að þá er mikilvægt að samtalið sé opið í báðar áttir og hefði bæjarstjórinn getað hlíft íbúum bæjarins við óþarfa áhyggjum og karpi ef hún hefði farið eftir eigin ráðum og átt samtal við borgina áður en hún rauk í blöðin. En á meðan við ræðum um gönguljós er ekki talað um niðurskurð á þjónustu við bæjarbúa svo kannski náði bæjarstjórinn einfaldlega sínum markmiðum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þetta kjörtímabil hefur ekki verið gott fyrir meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum og bærinn hefur margfaldað skuldir sínar. Vegna ofurtrú á því að Seltirningar megi ekki borga jafn hátt útsvar og íbúar í Kópavogi og Hafnarfirði þá hefur meirihlutinn gripið til sársaukafullra aðgerða. Leikskólagjöld, matarkostnaður eldri borgara og leiga á félagslegu húsnæði hefur hækkað um tugi prósenta. Skorið var niður í grunnskólanum svo bekkir stækka, í tónlistarskólanum svo biðlisti lengist, 40% af stöðugildum félagsmiðstöðvarinnar voru skorin út, starfsfólki sagt upp og ofan á þetta bætist nú Covid ástandið. Þessar aðgerðir hafa ekki aukið stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á Seltjarnarnesi sem hefur verið minnkandi í síðustu kosningum en flokkurinn fékk í fyrsta sinn frá stofnun sveitarfélagsins minnihluta atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2018. En þegar öll spjót standa að bæjarstjóranum þá getur verið gott að eiga patent lausnir á lager til að dreifa umræðunni og að þessu sinni var blásið í umferðarflautuna. Bæjarstjórinn fór í blöðin og kvartaði yfir viðtali við formann skipulagsnefndar þar sem kom fram að áætlað væri að setja upp 6 ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðisgrandann. Umferðarflautan virkaði vel og áður en maður vissi af voru stjörnulögmenn á Seltjarnarnesi farnir að rífast við sjónvarpsmenn úr Reykjavík og að lokum fór umræðan að sjálfsögðu út í það að tala um umræðuna sjálfa og að hún væri allt of harkaleg. Ég viðurkenni að þrátt fyrir að ég sé sammála um að bæta mætti tengingar fyrir gangandi vegfarendur á Eiðisgrandanum þá þótti mér 6 umferðarljós ansi vel í lagt á stuttum kafla. Ég hafði því samband við borgina og kom þá í ljós að hér var á ferð misskilningur á milli blaðamanns og borgarfulltrúans og þessar 6 gönguþveranir séu aðeins þær gangbrautir sem eru nú þegar til staðar og ein þeirra er ljósastýrð og hefur verið síðastliðin 7 ár. Helsta inntak í gagnrýni bæjarstjórans á borgina var skortur á samráði og samtali en eins og þetta mál sýnir, að þá er mikilvægt að samtalið sé opið í báðar áttir og hefði bæjarstjórinn getað hlíft íbúum bæjarins við óþarfa áhyggjum og karpi ef hún hefði farið eftir eigin ráðum og átt samtal við borgina áður en hún rauk í blöðin. En á meðan við ræðum um gönguljós er ekki talað um niðurskurð á þjónustu við bæjarbúa svo kannski náði bæjarstjórinn einfaldlega sínum markmiðum. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar