Tveir greindust í veiruskimun á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:02 Frá Keflavíkurflugvelli í gær. Um 900 manns voru skimaðir fyrir veirunni á flugvellinum síðasta sólarhringinn. Vísir/Einar Tveir greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær og eru virk smit á landinu því nú sex talsins, samkvæmt tölum á Covid.is. Síðasta sólarhringinn voru alls tekin sýni úr um 900 manns sem fóru í gegnum flugvöllinn eftir að landamærin voru formlega opnuð. Þeir sem greindust með veiruna í landamæraskimuninni eru nú í einangrun en dvelja þó ekki í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg, samkvæmt upplýsingum fréttastofa. 603 eru nú í sóttkví og þeim fjölgaði því um 53 milli daga. Alls hafa nú 1812 smitast af veirunni á Íslandi frá upphafi faraldursins og 1796 náð bata. 64.152 sýni hafa verið tekin og 21.895 manns lokið sóttkví. Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með veiruna. Í dag er búist við ellefu hundruð manns til landsins í sjö flugvélum. Gera má ráð fyrir að flestir þeirra velji að láta skima sig fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli. Tveir þeirra sex sem nú eru í einangrun með veiruna hér á landi eru rúmenskir menn sem komu hingað til lands í byrjun júní. Þeir greindust með veiruna um helgina eftir að hafa verið handteknir í tengslum við þjófnað á Suðurlandi. Boðað hefur verið til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um stöðu mála varðandi opnun landamæra klukkan tvö í dag. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi. Þá verður einnig fylgst með framvindu fundarins í beinni textalýsingu á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Tveir greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær og eru virk smit á landinu því nú sex talsins, samkvæmt tölum á Covid.is. Síðasta sólarhringinn voru alls tekin sýni úr um 900 manns sem fóru í gegnum flugvöllinn eftir að landamærin voru formlega opnuð. Þeir sem greindust með veiruna í landamæraskimuninni eru nú í einangrun en dvelja þó ekki í sóttvarnahúsinu á Rauðarárstíg, samkvæmt upplýsingum fréttastofa. 603 eru nú í sóttkví og þeim fjölgaði því um 53 milli daga. Alls hafa nú 1812 smitast af veirunni á Íslandi frá upphafi faraldursins og 1796 náð bata. 64.152 sýni hafa verið tekin og 21.895 manns lokið sóttkví. Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með veiruna. Í dag er búist við ellefu hundruð manns til landsins í sjö flugvélum. Gera má ráð fyrir að flestir þeirra velji að láta skima sig fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli. Tveir þeirra sex sem nú eru í einangrun með veiruna hér á landi eru rúmenskir menn sem komu hingað til lands í byrjun júní. Þeir greindust með veiruna um helgina eftir að hafa verið handteknir í tengslum við þjófnað á Suðurlandi. Boðað hefur verið til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um stöðu mála varðandi opnun landamæra klukkan tvö í dag. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi. Þá verður einnig fylgst með framvindu fundarins í beinni textalýsingu á Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira