Hláturinn lengir sambandið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. júní 2020 15:25 Þriðjungur lesenda Vísis segist ekki hlæja nóg eða nánast aldrei með makanum sínum í könnun Makmála. Getty „Hláturinn lengir lífið og lyftir geði tregu“, hefur Ómar nokkur Ragnarson sungið fyrir börn og menn í gegnum árin. All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs bæði á andlega og líkamlega heilsu fólks. Hlátur er því talinn vera hin besta heilsubót og sagður hafa góð áhrif hvort sem hann komi náttúrulega eða sé þvingaður fram eins og unnið er með í hláturjóga. En hversu mikilvægt er það að hlæja með makanum sínum? Við rákumst á rannsókn þar sem rannsakað er áhrif hláturs á sambönd. Þar kemur fram að sambönd, þar sem fólk hlær mikið saman, eru sterkari og líklegri til að endast lengur. Höfundur rannsóknarinnar, Laura Kurtz, hafði þetta að segja; Þetta þýðir að við getum sagt það með vissu að það er eitthvað sérstakt sem gerist milli fólks þegar það hlær saman. Það er ekki nóg að hlæja í návist makans heldur er það hláturinn sem þið deilið saman sem skiptir mestu máli. Það er því kannski óhætt að segja að hláturinn lengi ekki bara lífið, heldur samlífið líka. Í Spurningu síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort þeim fyndist makinn sinn fyndinn. Þriðjungur segist ekki hlæja nóg eða nánast aldrei með makanum en tæplega 70% segist hlæja mikið með makanum sínum. Alls tóku rúmlega tvöþúsund manns í könnuninni og hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Já, við hlæjum mikið saman - 69% Já, við hlæjum saman en ekki nóg -21% Nei, við hlæjum nánast aldrei saman - 8% Húmor skiptir ekki máli í sambandi - 2% Makamál mættu í Brennsluna á FM957 á föstudagsmorgun og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12 Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07 Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Hláturinn lengir lífið og lyftir geði tregu“, hefur Ómar nokkur Ragnarson sungið fyrir börn og menn í gegnum árin. All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs bæði á andlega og líkamlega heilsu fólks. Hlátur er því talinn vera hin besta heilsubót og sagður hafa góð áhrif hvort sem hann komi náttúrulega eða sé þvingaður fram eins og unnið er með í hláturjóga. En hversu mikilvægt er það að hlæja með makanum sínum? Við rákumst á rannsókn þar sem rannsakað er áhrif hláturs á sambönd. Þar kemur fram að sambönd, þar sem fólk hlær mikið saman, eru sterkari og líklegri til að endast lengur. Höfundur rannsóknarinnar, Laura Kurtz, hafði þetta að segja; Þetta þýðir að við getum sagt það með vissu að það er eitthvað sérstakt sem gerist milli fólks þegar það hlær saman. Það er ekki nóg að hlæja í návist makans heldur er það hláturinn sem þið deilið saman sem skiptir mestu máli. Það er því kannski óhætt að segja að hláturinn lengi ekki bara lífið, heldur samlífið líka. Í Spurningu síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort þeim fyndist makinn sinn fyndinn. Þriðjungur segist ekki hlæja nóg eða nánast aldrei með makanum en tæplega 70% segist hlæja mikið með makanum sínum. Alls tóku rúmlega tvöþúsund manns í könnuninni og hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður hér fyrir neðan: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Já, við hlæjum mikið saman - 69% Já, við hlæjum saman en ekki nóg -21% Nei, við hlæjum nánast aldrei saman - 8% Húmor skiptir ekki máli í sambandi - 2% Makamál mættu í Brennsluna á FM957 á föstudagsmorgun og ræddu niðurstöðurnar. Einnig var kynnt til leiks ný Spurning vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12 Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07 Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Finnst þér makinn þinn fyndinn? Það eru mismundandi hlutir sem fá okkur til að heillast og hrífast af annari manneskju. En hversu mikilvægur þáttur er hlátur og húmor? 12. júní 2020 08:12
Pizzaævintýrið nýja Síldarævintýrið: „Við ætlum aðallega að springa úr hlátri“ Ágúst Einþórsson, eða Gústi bakari eins og flestir kalla hann, er þekktur fyrir að vera mikill ævintýramaður og grallari. Upphaflega pælingin var að spjalla við Gústa um ástina og lífið en á einhvern ótrúlegan hátt endaði spjallið í ást hans á pizzum. 19. júní 2020 11:07
Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Síðan Makamál hófu göngu sína á Vísi fyrir rúmu ári síðan eru Einhleypurnar nú yfir tuttugu talsins. En hvernig er staðan á þeim í dag? 17. júní 2020 19:18