Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 17:42 Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og Brett Ðþ Giroir, aðstoðarheilbrigðis- og -félagsmálaráðherra hlýða á Stephen M. Hahn, yfirmann matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Fjórmenningarnir mættu fyrir þingnefnd í dag. EPA/KEVIN DIETSCH Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56
Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29