Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 16:49 Teikning listamanns af reikistjörnukjarnanum á braut um móðurstjörnu sína. University of Warwick/Mark Garlick Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong. Vísindi Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Reikistjarnan, sem hefur fengið heitið TOI 849 b, fannst á braut um stjörnu sem líkist sólinni í um 730 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Sporbraut hennar er svo þétt utan um stjörnuna að árið þar er aðeins átján jarðneskar klukkustundir og hitinn við yfirborðið er talinn í kringum 1.500°C. Í fyrstu töldu stjörnufræðingar að um tvístirni kynni að vera ræða, tvær sólstjörnur sem ganga hvor um aðra. Við nánari skoðun kom þó í ljós að hnötturinn var í raun gríðarlega massamikil reikistjarna. Þrátt fyrir að hnötturinn sé um þrisvar og hálfu sinni stærri en jörðin að þvermáli, um það bil jafnstór og Neptúnus, er hún um 39 sinnum massameiri. Hópur stjörnufræðinga undir stjórn Davids Armstrong frá Warwick-háskóla á Englandi leitaði gagngert að berstrípuðum reikistjörnukjörnum í gögnum Tess-geimsjónaukans og TOI 849 b var einn af þeim kostum sem hann taldi vænlegastan. Tiltölulega lítið er vitað um kjarna gasrisa eins og Júpíters. Talið er að undir þykkum lofthjúpnum sé hlutfallslega lítill kjarni fasts efnis. TOI 849 b er því einstakt tækifæri fyrir stjörnufræðinga að fræðast um hvernig reikistjörnur verða til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ekki er ljóst hvers vegna kjarninn stendur eftir ber. Annað hvort glataði reikistjarnan lofthjúpi sínum, mögulega við árekstur við aðra reikistjörnu eða vegna þyngdaráhrifa frá móðurstjörnunni, eða lofthjúpurinn náði aldrei að myndast. Það síðarnefnda gæti að hafa gerst af reikistjarnan myndaðist seint í frumbernsku sólkerfisins og efniviðurinn kláraðist. „Hvernig sem á það er litið var TOI 849 b annað hvort gasrisi eða er „misheppnaður“ gasrisi,“ segir Armstrong.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira