Kristín Sif: Bréfið frá honum gerði kraftaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Kristín Sif fer yfir margt og mikið í samtali við Sölva. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira