Óskar segir Blika ekkert hafa átt skilið: „Engu minni karakterar en aðrir í þessari deild“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 22:50 Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði Blikum til sigurs í fyrstu þremur leikjum sínum með liðið í efstu deild en liðið hefur síðan ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/bára „Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Við áttum ekkert skilið í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 tapið gegn HK í Kópavogsslagnum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. „Við urðum fórnarlömb lélegra ákvarðana og þess að boltinn gekk ekki nægilega hratt. Þegar svo er þá færðu ekki mikið fyrir að vera með boltann, ef þú nærð ekki að opna andstæðingana og skapa þér færi,“ sagði Óskar Hrafn, sem var reyndar ekkert æstur í að mæta í viðtal eftir fimmta leikinn í röð án sigurs. Hann hafði ekkert út á varnarsinnað upplegg HK-inga að setja: „Þeir börðust eins og ljón og stóðu sig frábærlega vel. Ég get ekki gert neitt annað en að bera virðingu fyrir frammistöðu þeirra í kvöld. Hvort sem að það gíraði þá eitthvað sérstaklega upp eða ekki að þetta væri slagur tveggja Kópavogsliða, ég átta mig ekki á því, þá er HK-liðið þekkt fyrir að gefa allt í sína leiki og henda sér fyrir hluti. Það var ekki eitthvað sem átti að koma okkur á óvart,“ sagði Óskar. Eftir tapið gegn Val í síðustu umferð talaði Óskar um „þjófnað“ en hann var á allt öðru máli í kvöld. „Við áttum ekki meira skilið. Frammistaða okkar á milli teiganna var svo sem þokkaleg en frammistaðan þegar við fáum á okkur markið var ekki boðleg, og við sköpuðum okkur ekki nægilega mikið af færum.“ Kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með Aðspurður hvort það vantaði sterkari karaktera í leikmannahóp Breiðabliks til að koma liðinu út úr ógöngum síðustu vikna sagði Óskar svo ekki vera. „Nei. Ég ætla ekki að vera dómstóll yfir karakter manna. Ég hef ekki upplifað annað en að þessir drengir séu tilbúnir að leggja sig 100 prósent fram, séu sterkir karakterar og engu minni karakterar en aðrir leikmenn í þessari deild. Þessi deild er full af góðum leikmönnum sem að hafa mikinn metnað. Það er örugglega hægt að tala um það þegar það gengur illa að það vanti karakter, en svo þegar vel gengur að þá er sú umræða ekki til staðar. En ég kvarta ekki yfir hópnum sem ég er með.“ Ekki mikill tími til að fara undir sæng Og Óskar segir gengið að undanförnu ekki farið að setja mark sitt á spilamennsku Blika: „Ég upplifi það alla vega ekki að þetta sé farið að hafa áhrif. Vissulega eru þetta nokkrir leikir sem við höfum ekki sigrað enda kannski ekki mikill tími til að velta sér upp úr því og fara undir sængina þegar þú tapar, heldur þarftu að gíra þig upp, rísa upp og gera þig kláran fyrir næsta leik. Það er nú eitthvað sem segir mér að leiðin liggi upp á við úr þessu. Það eina sem við getum gert er að mæta kolbrjálaðir á móti Skagamönnum og vera ákveðnir í að gera betur.“ Viktor Karl Einarsson lék ekki með Breiðabliki í kvöld eftir að hafa meiðst á æfingu í gær. Aðspurður sagði Óskar óvíst hve alvarleg meiðsli hans væru.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30 Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Brynjólfur mætti með nýja hárgreiðslu: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 23. júlí 2020 07:30
Leik lokið: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 22:00