Þriðju stærstu borg Víetnam lokað vegna nýrra smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 10:23 Lögreglumaður kemur fyrir vegartálma í borginni Da Nang. AP/Trinh Quoc Dung/VNA Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Yfirvöld í Víetnam hafa komið á tveggja vikna útgöngubanni í Da Nang, þriðju stærstu borg landsins, eftir að fyrstu nýju kórónuveirusmitin í meira en þrjá mánuði greindust á sjúkrahúsi þar. Þúsundir ferðamanna flúðu borgina um helgina og almenningssamgöngum til og frá henni hefur verið aflýst. Þeir fimmtán sem greindust smitaðir eru allir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Da Nang. Engin ný innanlandssmit höfðu greinst frá því í apríl. Útgöngubannið bar brátt að. Þúsundir ferðamanna, aðallega Víetnama, styttu sumarfríið sitt og létu sig hverfa frá borginni sem er vinsæll strandstaður um helgina. Yfirvöld áætla að nokkur þúsund manns hafi orðið innlyksa í borginni eftir að samgöngum var lokað. Þau hafa beðið hóteli í borginni um að hýsa fólkið, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við vildum ekki flýta okkur á flugvöllinn til að yfirgefa borgina vegna hættunnar á að vera í mannþröng þannig að við erum föst hér. En þetta er ekki slæmur staður til að vera strand á í tvær vikur,“ segir Lien Nguyen sem var með fjögurra manna fjölskyldu sinni í sumarfríi í Da Nang. Aðeins 431 hefur greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í Víetnam til þessa og enginn hefur látið lífið. Yfirvöld sendu flugvél til Miðbaugs-Gíneu í gær til að sækja 129 Víetnama sem unnu þar og eru smitaðir af veirunni.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira