Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 16:50 Hrun varð í ferðamennsku í heiminum þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn skall á. Vísir/EPA Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11