Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 13:39 Grímur rjúka nú út eins og heitar lummur. Getty/Sebastian Condrea Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09