Hafna því alfarið að hafa rúmlega tvöfaldað grímuverð á 23 mínútum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 14:38 Kvittanirnar fyrir grímukaupunum sjást hér. Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Mikill verðmunur á andlitsgrímum sem keyptar voru með 23 mínútna millibili í Lyf og heilsu í Hafnarfirði í dag skýrist af innkaupaverði hjá viðkomandi heildsölum. Verðið hafi alls ekki verið sérstaklega hækkað í dag vegna mikillar eftirspurnar. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar í dag. Tveggja metra reglunni verður komið aftur á en þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. Þetta hefur orðið til þess að landsmenn flykkjast nú í apótek og aðrar verslanir til að fjárfesta í grímum. Viðskiptavini Lyfja og heilsu í Firðinum í Hafnarfirði brá í brún þegar hann fór þangað í tvær slíkar verslunarferðir í dag. Í fyrra skiptið kostuðu 20 þriggja laga andlitsgrímur 4.200 krónur en í seinni heimsókninni, 23 mínútum síðar, kostuðu samskonar grímur 9.960 krónur. Rúmlega tvöfalt dýrari, semsagt. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjum og heilsu í Hafnarfirði er það þó fjarri lagi að verðið á grímunum hafi verið hækkað vegna mikillar eftirspurnar eftir blaðamannafundinn í dag. Verðmunurinn skýrist af innkaupaverðinu hjá viðkomandi birgja. Kvittanirnar tvær fyrir umræddum kaupum sjást hér á mynd. Grímurnar sem eru til sölu í versluninni séu þannig í þremur verðflokkum. Stykkjaverð á ódýrustu grímunum er 210 krónur og þá er stykkjaverð á öðrum 498 krónur, líkt og kvittanirnar bera með sér. Svoleiðis hafi þær verið verðlagðar frá því að þær voru fyrst keyptar inn fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá geti verið að grímurnar séu nákvæmlega eins en þrátt fyrir það verði apótekið að verðleggja þær á þennan hátt vegna verðlagningar viðkomandi heildsala. Apótekið reyni jafnframt að selja ódýrari grímurnar á undan þeim dýrari. Í þessu tilviki hafi þær ódýru líklega klárast eftir að maðurinn kom í fyrra skiptið og því hafi honum verið seldar dýrari grímur í seinna skiptið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22 Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Viðbúnaðarstig almannavarna ekki hækkað að svo stöddu Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins í dag. 30. júlí 2020 14:22
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43