„Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 09:15 Jón Bjarni rekur barinn Dillon í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Samsett „Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira