Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 20:56 Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira