Hitamældur í hvert sinn sem hann kemur heim til sín Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2020 18:49 Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra Íslands í Kína. Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Sendiherra Íslands í Kína segir samstarf stjórnvalda og almennings á Íslandi hafa skilað jafn góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna og járnaginn í Kína. Íslenskum fyrirtækjum hafi vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri og áhugi á nýtingu jarðvarma aukist til muna þar í landi Sendiherrann segir ástandið þar nú heldur skárra en víða í heimunum sökum strangra sóttvarnaráðstafana. Allir gangi með grímur og krafðir um staðfestingu á að þeir séu einkennalausir. „Í fyrsta lagi er hver einasti maður á ferli með grímu. Ef maður fer inn í verslanahverfi eða miðstöðvar þarf maður að sýna app í símanum sínum til að sýna að maður sé einkennalaus. Síðan er mjög gjarnan tekið hitastig líka, tekið niður símanúmer og ýmsar upplýsingar. Ég bý í fjölbýlishúsi spottakorn frá sendiráðinu og það er tekið hitastig á mér í hvert einasta skipti sem ég kem heim,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson. Öllum útlendingum er bannað að koma til Kína. „Í raun og veru þarf sérstakar ástæður til að fara aftur til Kína. Allar vegabréfsáritanir og dvalarleyfi hafa fallið úr gildi. Ég veit um fólk sem bæði hefur verið viðskiptum og hefur verið lengi, sem er strandaglópar á Íslandi því áritun þeirra var felld úr gildi. Íslenskir námsmenn sem fóru í frí í kringum kínverska nýárið hefur ekki getað snúið til baka sem og þeir sem fóru heim vegna veikinda í fjölskyldu hafa ekki getað farið aftur til Kína.“ Gunnar er í fríi á Íslandi og mun fá að snúa aftur til Kína sökum stöðu hans sem sendiherra. Hann segir dvölina á Íslandi hafa verið dásamlega. „Ég hef oft sagt það sjálfur að fyrst þá gat maður ekki annað en dáðst að því hvað Kínverjar tóku þetta föstum og öruggum tökum. Ég hef hugsað með mér hvort þetta væri hægt annarstaðar. Mér sýnist að hér á Íslandi hafi náðst alveg sami árangur með samstarfi stjórnvalda og almennings en ekki þessum járnaga sem ríkir í Kína.“ Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað ágætlega í Kína í þessum faraldri að sögn Gunnars. Þar á meðal er mikill gangur hjá íslenska fyrirtækinu Arctic Green Energy sem hefur komið að uppbyggingu hitaveitna í 60 borgum í Kína. Gunnar segir áhugan á nýtingu jarðvarma í Kína hafa aukist í faraldrinum. „Eitt af því sem kínversk stjórnvöld eru að gera til að hleypa lífi í efnahaginn aftur er að auka framkvæmdir og fjárfestingar í innviðum. Það hefur komið ágætlega út fyrir framkvæmdir sveitarfélaga og héraðsyfirvalda hér og þar í Kína. Þetta hefur jafnvel orðið til að auka uppbyggingu jarðvarma í Kína.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Utanríkismál Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira