Ísland gæti verið á leið á rauða lista nokkurra Evrópuþjóða Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 21:15 Fjölgun smita hefur aukið líkurnar á að skorður verði settar í ferðir Íslendinga til ýmissa ríkja. Vísir/Vilhelm Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar hér á landi hefur fjölgað hratt á undanförnum dögum og er heildarfjöldi þeirra sem nú sæta einangrun 83. Vegna þessarar fjölgunar smita hér á landi eiga Íslendingar á hættu á að lenda á rauðum lista nokkurra þjóða vegna kórónuveirunnar. Ýmist er ferðalöngum sem ferðast frá landi á rauða listanum skylt að sæta sóttkví við komuna til landsins eða jafnvel fá þeir ekki inngöngu. Mörg ríki miða við 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa landsins. Hér á landi er nýgengi innanlandssmita 18,5 en þessi tölfræði hefur verið aðgengileg á Covid.is um nokkurn tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu hafa haldið utan um nýgengni smita í ríkjum heims og fengu íslensk stjórnvöld tölfræði stofnananna nýlega breytt þar sem talin voru með smit þar sem mótefni höfðu greinst á landamærunum. Höfðu Eystrasaltsríkin Eistland og Lettland þá sett Ísland á lista yfir þjóðir hvers borgarar þyrftu að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. Vel var tekið í beiðni yfirvalda og voru tölurnar uppfærðar. Nú eftir hraða fjölgun smita stefnir hins vegar í sömu stöðu í ríkjunum og víðar. Til að mynda má búast við því að Íslendingar muni aftur þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til Eistlands og Lettlands enda miða þjóðirnar lista sína við 16 smit á síðustu tveimur vikum á hverja 100.000 íbúa. Þá er einnig útlit fyrir að Íslendingar detti af grænum lista Norðmanna sem miða við 20 smit. Verdens Gang í Noregi greinir þó frá því að smitin verði fleiri en 20 sé ekki útséð með að ríki fari yfir á rauða listann. Yfirvöld í Noregi biðu með slíka ákvörðun sem sneri að Belgum í heila viku á meðan fylgst var gaumgæfilega með stöðunni þar í landi. VG greinir þá frá því að listarnir verði uppfærðir í lok vikunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira