Lætur Katrínu Tönju þrífa æfingasalinn í lok dags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með skúringagræjunar í lok dags eins og sjá mátti á Instagram síðu þjálfara hennar. Skjámynd/Instagram Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Sjá meira
Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT
CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Sjá meira