Hundrað þúsund Brasilíumenn látist í faraldrinum Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 23:19 Eitt hundrað rauðum blöðrum var sleppt á Copacabana ströndinni í Ríó til að minnast hinna látnu. Getty/Anadolu Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira