„Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. ágúst 2020 10:00 Hugrún Lilja, formaður kynfræðsufélagsins Átráðar, talar um forvarnir og fræðslu í viðtali við Makamál. Aðsend mynd „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. Ástráður er sjálfstætt starfandi samstarfsfélag Félags læknanema en félagið hefur verið starfrækt síðan árið 2000. Eitt af fjölmörgum markmiðum félagsins er það að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. „Við fögnuðum 20 ára afmæli félagsins núna í sumar og hefur megin áhersla okkar verið sú að fræða ungmenni landsins um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti svo fátt eitt sé nefnt.“ Félagið Ástráður er samstarfsfélag Félags læknanema og er eitt af þeirra fjölmörgum stefnum að stuðla að fræðslu og forvörnum með það að markmiði að útrýma kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi.Aðsend mynd Þar sem lítill aldursmunur er á fræðurum Ástráðs og ungmennunum sem við hittum teljum við okkur betur í stakk búin til að sjá þau vandamál sem eldri kynslóðirnar kannski gera sér ekki grein fyrir og sjá síður.“ Á hverju ári heimsækja fræðarar Ástráðs framhaldsskólana og segir Hugrún Lilja þeim almennt vera tekið mjög vel, en andinn sé þó mjög misjafn eftir bekkjum. „Eðlilega eru krakkarnir aðeins feimnir til að byrja með, svo er mórallinn og andinn líka mjög misjafn eftir bekkjum. Það er eins og krakkar séu aðeins feimnari í skólum úti á landi sem gæti jafnvel orsakast af smæð samfélagsins,“ segir Hugrún Lilja. Að skapa réttu stemmninguna meðal hópsins segir Hugrún Lilja vera mjög mikilvægt til að fá alla til að slaka á svo að þau hafi kjark til að spyrja spurninga. Stefnan sé alltaf að hafa fræðsluna lifandi, afslappaða og á jafningjagrundvelli. Fyrsta skiptiðTeikning Alda Lilja Allar spurningar eiga rétt á sér „Við leggjum mikið upp úr því að létta andann og oft byrjum við á því að fá krakkana með okkur í leik. Við skiptum hópnum í tvennt og þau eiga að nefna öll orð sem þau þekkja um kynfærin, typpi og píku. Við þetta virðist spennan fara úr hópnum og andrúmsloftið verður afslappaðra.“ Hugrún Lilja segir eitt af markmiðunum með heimsókn í skólana sé að fá ungmennin til að spyrja allra þeirra spurninga sem brenna á þeim en oft sé það feimnin sem stoppi þau af. „Það hefur reynst okkur mjög að dreifa miðum til hópsins svo að þau geti skrifað spurningarnar nafnlaust á blað, svo ræðum við hverja spurningu og reynum að gera þetta að meira spjalli en einhverri formlegri fræðslu“ Við viljum að krakkarnir viti að þeir geti treyst okkur og að allar spurningar eiga rétt á sér. Hugrún Lilja segir það hafa komið aðeins á óvart hvað margar spurningarnar væru um hluti sem henni fyndist að ungmennin ættu að vita. „Það er mjög áhugavert að sjá hvað margar spurningar sem við fáum eru í raun einfaldar og um hluti sem við héldum kannski að þau vissu. Þetta sýnir okkur að það sem við erum að gera er nauðsynleg fræðsla og mikilvægt að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut að þau viti allt.“ FullnægingTeikning - Alda Lilja „Svo á sama tíma eru þessir sömu krakkar alveg rosalega fróðir um málefni eins og kynhneigð og fleira því tengdu. Stundum líður okkur eins og þau séu að kenna okkur,“ segir Hugrún Lilja og hlær en bætir því við að henni finnist krakkar orðnir miklu upplýstari um málefni sem voru tabú hjá fyrri kynslóðum. Aukin umræða í samfélaginu og vitundarvakning varðandi kynferðisofbeldi segir Hugrún Lilja greinilega vera að skila sér í yngri kynslóðirnar sem hún segir góða þróun. Það er mjög jákvætt að sjá hvað þessir krakkar eru hugrakkir að opna sig um erfið mál eins og til dæmis kynferðisofbeldi. Við sjáum mikla breytingu þar á síðustu árum og fögnum við því að sjálfsögðu. Skömmin er hættuleg Klámáhorf og klám segir Hugrún Lilja vera eitt af þeim málefnum sem þau legggi mikla áherslu á að ræða opinskátt og segir hún jafnframt mikilvægt að tala vandlega um að þetta sé leikið efni en ekki raunverulegt kynlíf. „Það sem er gríðarlega mikilvægt er að þau átti sig á því hvað er raunhæft og óraunhæft í kynlífi og þar kemur klámáhorf inn í myndina. Hvað er klám og hvað er ekki klám? Við einsetjum okkur það jafnframt að varpa ekki skömm á klámáhorf eða klám heldur upplýsa um áhrif og eðli þess. Hvað sé heilbrigt og hvað sé óheilbrigt.“ Þetta getur verið mikill línudans að tala um þetta málefni en fyrst og fremst er mikilvægt að krakkarnir viti að þeir geti treyst okkur. Skömmin er hættuleg og mikilvægt fræða og ræða um málefnið í stað þess að varpa skömm á það. Hugrún Lilja bætir því við að ef ungmenni horfi á klám þurfi þau að vera gagnrýnin á það sem fari þar fram og sérstaklega gagnrýnin á samskiptin. Teikning - Alda Lijla Samskiptin eru oft takmörkuð og sjaldan. Það er jafnvel aldrei beðið um samþykki fyrir því sem á sér stað en samþykki er alltaf nauðsynlegt í kynlífi. Til að taka við fyrispurnum segir Hugrún Lilja að netfangið [email protected] hafi verið það sem þau hafa yfirleitt bent á en núna séu tímarnir að breytast. Í dag þá senda krakkar sjaldnast tölvupósta heldur fáum við miklu meira af fyrirspurnum í gegnum Instagrammið okkar. Þetta er þróunin á milli kynslóða og það virðist sem þeim finnist auðveldara aðgengi að okkur á samfélagsmiðlum. Fræðarar Ástráðs eru allt læknanemar sem Hugrún Lilja segir hafa þá nauðsynlegu menntun til að fræða um kynlíf, forvarnir og taka hlutlausa afstöðu til mála sem heilbrigðisstarfsfólk. Ég vil að lokum nefna það að fyllsta trúaðar er að sjálfsögðu heitið og við viljum hvetja ungmenni til að hafa samband við okkur ef þau hafa spurningar eða vilja fá ráðleggingar. Það er mjög einfalt að nálgast okkur annað hvort á heimasíðu Ástráðs eða í gegnum miðlana okkar. Fyrir þá sem hafa spurningar til fræðara Ástráðs er hægt að hafa samband í gegnum eftirfarandi miðla: Tölupóstur [email protected]FacebookInstagramTwitter Fræðarar Ástráðs eru allt læknanemar sem fræða um kynlíf, forvarnir og taka hlutlausa afstöðu til mála sem heilbrigðisstarfsfólk að sögn Hugrúnar Lijlu.Aðsend mynd Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. Ástráður er sjálfstætt starfandi samstarfsfélag Félags læknanema en félagið hefur verið starfrækt síðan árið 2000. Eitt af fjölmörgum markmiðum félagsins er það að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. „Við fögnuðum 20 ára afmæli félagsins núna í sumar og hefur megin áhersla okkar verið sú að fræða ungmenni landsins um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti svo fátt eitt sé nefnt.“ Félagið Ástráður er samstarfsfélag Félags læknanema og er eitt af þeirra fjölmörgum stefnum að stuðla að fræðslu og forvörnum með það að markmiði að útrýma kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi.Aðsend mynd Þar sem lítill aldursmunur er á fræðurum Ástráðs og ungmennunum sem við hittum teljum við okkur betur í stakk búin til að sjá þau vandamál sem eldri kynslóðirnar kannski gera sér ekki grein fyrir og sjá síður.“ Á hverju ári heimsækja fræðarar Ástráðs framhaldsskólana og segir Hugrún Lilja þeim almennt vera tekið mjög vel, en andinn sé þó mjög misjafn eftir bekkjum. „Eðlilega eru krakkarnir aðeins feimnir til að byrja með, svo er mórallinn og andinn líka mjög misjafn eftir bekkjum. Það er eins og krakkar séu aðeins feimnari í skólum úti á landi sem gæti jafnvel orsakast af smæð samfélagsins,“ segir Hugrún Lilja. Að skapa réttu stemmninguna meðal hópsins segir Hugrún Lilja vera mjög mikilvægt til að fá alla til að slaka á svo að þau hafi kjark til að spyrja spurninga. Stefnan sé alltaf að hafa fræðsluna lifandi, afslappaða og á jafningjagrundvelli. Fyrsta skiptiðTeikning Alda Lilja Allar spurningar eiga rétt á sér „Við leggjum mikið upp úr því að létta andann og oft byrjum við á því að fá krakkana með okkur í leik. Við skiptum hópnum í tvennt og þau eiga að nefna öll orð sem þau þekkja um kynfærin, typpi og píku. Við þetta virðist spennan fara úr hópnum og andrúmsloftið verður afslappaðra.“ Hugrún Lilja segir eitt af markmiðunum með heimsókn í skólana sé að fá ungmennin til að spyrja allra þeirra spurninga sem brenna á þeim en oft sé það feimnin sem stoppi þau af. „Það hefur reynst okkur mjög að dreifa miðum til hópsins svo að þau geti skrifað spurningarnar nafnlaust á blað, svo ræðum við hverja spurningu og reynum að gera þetta að meira spjalli en einhverri formlegri fræðslu“ Við viljum að krakkarnir viti að þeir geti treyst okkur og að allar spurningar eiga rétt á sér. Hugrún Lilja segir það hafa komið aðeins á óvart hvað margar spurningarnar væru um hluti sem henni fyndist að ungmennin ættu að vita. „Það er mjög áhugavert að sjá hvað margar spurningar sem við fáum eru í raun einfaldar og um hluti sem við héldum kannski að þau vissu. Þetta sýnir okkur að það sem við erum að gera er nauðsynleg fræðsla og mikilvægt að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut að þau viti allt.“ FullnægingTeikning - Alda Lilja „Svo á sama tíma eru þessir sömu krakkar alveg rosalega fróðir um málefni eins og kynhneigð og fleira því tengdu. Stundum líður okkur eins og þau séu að kenna okkur,“ segir Hugrún Lilja og hlær en bætir því við að henni finnist krakkar orðnir miklu upplýstari um málefni sem voru tabú hjá fyrri kynslóðum. Aukin umræða í samfélaginu og vitundarvakning varðandi kynferðisofbeldi segir Hugrún Lilja greinilega vera að skila sér í yngri kynslóðirnar sem hún segir góða þróun. Það er mjög jákvætt að sjá hvað þessir krakkar eru hugrakkir að opna sig um erfið mál eins og til dæmis kynferðisofbeldi. Við sjáum mikla breytingu þar á síðustu árum og fögnum við því að sjálfsögðu. Skömmin er hættuleg Klámáhorf og klám segir Hugrún Lilja vera eitt af þeim málefnum sem þau legggi mikla áherslu á að ræða opinskátt og segir hún jafnframt mikilvægt að tala vandlega um að þetta sé leikið efni en ekki raunverulegt kynlíf. „Það sem er gríðarlega mikilvægt er að þau átti sig á því hvað er raunhæft og óraunhæft í kynlífi og þar kemur klámáhorf inn í myndina. Hvað er klám og hvað er ekki klám? Við einsetjum okkur það jafnframt að varpa ekki skömm á klámáhorf eða klám heldur upplýsa um áhrif og eðli þess. Hvað sé heilbrigt og hvað sé óheilbrigt.“ Þetta getur verið mikill línudans að tala um þetta málefni en fyrst og fremst er mikilvægt að krakkarnir viti að þeir geti treyst okkur. Skömmin er hættuleg og mikilvægt fræða og ræða um málefnið í stað þess að varpa skömm á það. Hugrún Lilja bætir því við að ef ungmenni horfi á klám þurfi þau að vera gagnrýnin á það sem fari þar fram og sérstaklega gagnrýnin á samskiptin. Teikning - Alda Lijla Samskiptin eru oft takmörkuð og sjaldan. Það er jafnvel aldrei beðið um samþykki fyrir því sem á sér stað en samþykki er alltaf nauðsynlegt í kynlífi. Til að taka við fyrispurnum segir Hugrún Lilja að netfangið [email protected] hafi verið það sem þau hafa yfirleitt bent á en núna séu tímarnir að breytast. Í dag þá senda krakkar sjaldnast tölvupósta heldur fáum við miklu meira af fyrirspurnum í gegnum Instagrammið okkar. Þetta er þróunin á milli kynslóða og það virðist sem þeim finnist auðveldara aðgengi að okkur á samfélagsmiðlum. Fræðarar Ástráðs eru allt læknanemar sem Hugrún Lilja segir hafa þá nauðsynlegu menntun til að fræða um kynlíf, forvarnir og taka hlutlausa afstöðu til mála sem heilbrigðisstarfsfólk. Ég vil að lokum nefna það að fyllsta trúaðar er að sjálfsögðu heitið og við viljum hvetja ungmenni til að hafa samband við okkur ef þau hafa spurningar eða vilja fá ráðleggingar. Það er mjög einfalt að nálgast okkur annað hvort á heimasíðu Ástráðs eða í gegnum miðlana okkar. Fyrir þá sem hafa spurningar til fræðara Ástráðs er hægt að hafa samband í gegnum eftirfarandi miðla: Tölupóstur [email protected]FacebookInstagramTwitter Fræðarar Ástráðs eru allt læknanemar sem fræða um kynlíf, forvarnir og taka hlutlausa afstöðu til mála sem heilbrigðisstarfsfólk að sögn Hugrúnar Lijlu.Aðsend mynd
Kynlíf Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira