Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:39 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30