Facebook stendur við að leyfa áfram lygar stjórnmálamanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 13:42 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur verið sakaður um að gera lítið til að draga úr neikvæðum áhrifum miðilsins á þjóðmálaumræðu og stjórnmál. Vísir/EPA Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda. Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enginn stefnubreyting verður gerð hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook varðandi að leyfa lygar í auglýsingum stjórnmálamanna. Fyrirtækið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða gegn upplýsingafalsi og lygum sem hefur verið dreift víða á miðlinum, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Bandarískir þingmenn eru á meðal þeirra sem hafa þrýst á Facebook að endurskoða stefnu sína gagnvart pólitískum auglýsingum en forsetakosningar fara fram þar í nóvember. Aðdragandi kosninganna árið 2016 einkenndist af straumi villandi upplýsinga sem í sumum tilfellum var liður í markvissri aðgerð rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosningabaráttuna. Facebook lýsti því yfir í dag að fyrirtækið ætlaði ekki að gera neinar meiriháttar breytingar á stefnu sinni um pólitískar auglýsingar. Það ætlar heldur ekki að takmarka hvernig notendur miðilsins geta sérsniðið auglýsingar að ákveðnum markhópum. Gagnrýnendur Facebook hafa bent á þá aðferð sem sérstaklega til þess fallna að dreifa fölskum eða misvísandi upplýsingum, að sögn New York Times. Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki hafa ákveðið að breyta reglum sínum til að bregðast við upplýsingafalsi. Twitter bannaði þannig allar pólitískar auglýsingar á miðlinum í október. Google hefur einnig takmarkað slíkar auglýsingar á sumum miðlum sínum. Lygar í pólitískum auglýsingum komu til umræðu í haust þegar framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta birti auglýsingu á Facebook með fölskum ásökunum á hendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og syni hans Hunter Biden. Milljónir manna sáu auglýsinguna en Facebook hafnaði kröfu Biden um að hún yrði tekin niður vegna ósannandi. Á sama tíma og Facebook hefur sætt gagnrýni fyrir að leyfa lygar og rangfærslur hafa bandarískir íhaldsmenn sakað samfélagsmiðilinn um að þagga niður í þeim eða draga úr útbreiðslu efnis hægrisinnaðra notenda.
Bandaríkin Facebook Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56