Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 14:39 Ólína Þorvarðardóttir var á meðal á annað hundrað björgunarsveitarfólks sem stóð vaktina í gærkvöldi og fram á morgun. Vísir/Baldur Hrafnkell Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. „Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Bláfellshálsi og Langjökli. Nótt sem einkenndist af ótta og ugg um afdrif 49 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í óupphituðum vélarvana bíl, börn og fullorðnir, biðu björgunar í allan gærdag og fram á nótt. Veðrið var hreint út sagt ólýsanlegt og með ólíkindum að björgunaraðilum skyldi yfirleitt takast að athafna sig með þeim árangri að allir virðast ætla að komast heilir á húfi frá þessari þrekraun.“ Sjá má aðstæðurnar á vettvangi hér að neðan. Ólína, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga vegna skipanar þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Hún segir í færslu á Facebook að þegar sveitin hafi loksins komist í skálann í Geldingarfelli, eftir að hafa tímunum saman pjakkað þangað á björgunarsveitarbílnum í öskubyl og skipst á að ganga á undan honum langleiðina - hafi þau sett upp hjálparstöð í skálanum. Stöðinvar fyrsti áfangastaður hópanna á langri og seinfarinni leið þeirra til byggða. „Fólkið var hrakið, hrætt og þreytt. Margir með augljós einkenni ofkælingar. Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið. Síðan var haldið áfram með fólkið í fjöldahjálparstöð á Gullfossi þar sem það fékk læknisaðstoð og faglega aðhlynningu. Það ferðalag var seinlegt og erfitt enda aðstæður eins og þær verða verstar í grimmdarklóm íslenskrar vetrarveðráttu.“ Hún þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. „Sumir jafna sig kannski aldrei. Sárast finn ég til með börnunum sem sannarlega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka ástæðu til. Þetta var sannkölluð skelfingarnótt en það vakti einhver verndarhönd yfir aðgerðum á vettvangi í gær.“ Ólína lofar guði fyrir giftusamlega björgun við erfiðustu veðuraðstæður sem orðið geti á Íslandi. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. „Að baki er erfið nótt í blind-þreifandi-byl undir Bláfellshálsi og Langjökli. Nótt sem einkenndist af ótta og ugg um afdrif 49 manns sem ýmist grafin í fönn eða skjálfandi upp við hvort annað í óupphituðum vélarvana bíl, börn og fullorðnir, biðu björgunar í allan gærdag og fram á nótt. Veðrið var hreint út sagt ólýsanlegt og með ólíkindum að björgunaraðilum skyldi yfirleitt takast að athafna sig með þeim árangri að allir virðast ætla að komast heilir á húfi frá þessari þrekraun.“ Sjá má aðstæðurnar á vettvangi hér að neðan. Ólína, sem hefur verið til umfjöllunar undanfarna daga vegna skipanar þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er í björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Hún segir í færslu á Facebook að þegar sveitin hafi loksins komist í skálann í Geldingarfelli, eftir að hafa tímunum saman pjakkað þangað á björgunarsveitarbílnum í öskubyl og skipst á að ganga á undan honum langleiðina - hafi þau sett upp hjálparstöð í skálanum. Stöðinvar fyrsti áfangastaður hópanna á langri og seinfarinni leið þeirra til byggða. „Fólkið var hrakið, hrætt og þreytt. Margir með augljós einkenni ofkælingar. Til allrar hamingju var hægt að færa það úr vosklæðunum, koma því í þurra kuldagalla og gefa heita drykki áður en lengra var haldið. Síðan var haldið áfram með fólkið í fjöldahjálparstöð á Gullfossi þar sem það fékk læknisaðstoð og faglega aðhlynningu. Það ferðalag var seinlegt og erfitt enda aðstæður eins og þær verða verstar í grimmdarklóm íslenskrar vetrarveðráttu.“ Hún þykist vita að það muni taka marga sem lentu í þessu langan tíma að jafna sig eftir þetta. „Sumir jafna sig kannski aldrei. Sárast finn ég til með börnunum sem sannarlega óttuðust um líf sitt og höfðu ríka ástæðu til. Þetta var sannkölluð skelfingarnótt en það vakti einhver verndarhönd yfir aðgerðum á vettvangi í gær.“ Ólína lofar guði fyrir giftusamlega björgun við erfiðustu veðuraðstæður sem orðið geti á Íslandi.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25