Ekki tókst að kveikja Þrettándabrennu á Ægisíðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2020 19:45 Aðeins náðist að kveikja í lítilli glæðu í bálkestinum niðri á Ægisíðu í tilefni af Þrettándanum. vísir Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir. Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Ekki tókst að kveikja upp í bálkesti niðri á Ægisíðu sem kveikja átti í í kvöld í tilefni af Þrettándanum. Það sé vegna þess að illa hafi gengið að bera eldivið á bálköstinn í dag vegna veðurs. Þetta segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, skipuleggjandi brennunnar og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Búið átti að vera að kveikja í bálkestinum þegar fréttamann Stöðvar 2 bar að garði fyrir kvöldfréttirnar rétt eftir kl. 19:30 en þá hafði gengið illa að kveikja í. Hópur fólks hafði gengið með kyndla frá Melaskóla að Ægisíðu en flestir brennugestir fóru að tínast heim upp úr klukkan sjö þegar ekkert hafði gengið í kveikjutilraunum segir Hörður í samtali við fréttastofu Vísis laust upp úr hálf átta. Hann segir að timbrið sé líklega allt of blautt eftir rigningar dagsins og að eldsneytið sem búið hafi verið að hella yfir bálköstinn hafi líklegast skolað í burtu. „Það kom mikil úrkoma hérna seinnipartinn eftir að olían var sett á þannig að hún hefur bara lekið af og það náðist aldrei upp eldur.“ Það er þó smá logi í kestinum en skipuleggjendur bíða nú eftir að geta slökkt í loganum. Hörður segir þó að aldrei hafi náðst upp neinn almennilegur eldur í kestinum. Þá hefur fréttastofu einnig borist ábendingar um að flugeldasýning sem halda átti samhliða brennunni á Ægisíðu hafi ekki gengið eftir.
Áramót Flugeldar Jól Reykjavík Tengdar fréttir Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30 Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31 Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni. 30. desember 2019 13:30
Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Hvassviðri á Vesturlandi og á suð-austurhluta landsins gæti gert brennuhöldurum erfitt um vik. 31. desember 2019 08:31
Þrettándagleði víða á höfuðborgarsvæðinu í dag Fólk mun koma saman með kyndla, skjóta upp flugeldum og kveðja jólin. 6. janúar 2020 12:59