Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Eiður Þór Árnason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 4. janúar 2020 11:24 Mynd frá vettvangi óhappsins í dag. aðsend Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. Anna Filbert, meðlimur í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi, var á meðal þeirra viðbragðsaðila sem kom á vettvang óhappsins í morgun. „Ég kem þarna að rútu sem hefur farið út af og við það að velta. Aðstæður voru bara mjög slæmar, á Vesturlandsveginum öllum og á Kjalarnesi, mikið krap, blint og bálhvasst.“ Farþegarnir talsvert skelkaðir Betur fór en á horfðist og var í lagi með farþega rútunnar sem eru taldir hafa verið um fimmtán talsins. Anna segir að það hafi verið mjúk lending þegar rútan fór út af veginum en að fólkið sé talsvert skelkað eftir atvikið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi og var fólkið flutt þangað sem og farþegar annarra bifreiða sem lentu utan vegar á svæðinu. Hún segir erfitt að meta það hversu marga bíla um ræði. „Ég hef ekki yfirsýnina. Já það eru þó nokkrir bílar sem fóru út af en svo sem enginn sem hefur oltið.“ Sumir bílarnir sem orðið hafa á vegi björgunarsveitarmanna voru mannlausir en í öðrum tilvikum hafa björgunarsveitir og lögregla hjálpast að við að koma fólki úr bílum og koma þeim í skjól. Ástandið að batna Anna segir að ástandið á svæðinu hafi skánað til muna eftir að Vesturlandsvegi var lokað. „Það er búið að loka veginum og þar af leiðandi er engin umferð. Við erum að ná utan um hversu margir bílar eru farnir út af og koma því fólki til aðstoðar.“ Ekki liggur fyrir eins og er hversu lengi fólkið verður í fjöldahjálparstöðinni. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað er búið að skipuleggja með frekari flutning, vegurinn er lokaður eins og er en aðgerðarstjórnstöð höfuðborgarsvæðisins tekur þá ákvörðun um það hvernig og hvenær það á að flytja fólkið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15 Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 4. janúar 2020 07:15
Óvissustig víða vegna veðurs: Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum Viðvaranir vegna veðurs eru í gildi um allt land í dag. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og var meðal annars versnandi veður á Suður- og Suðvesturlandi nú í morgun. 4. janúar 2020 08:19
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38