Tónskáldið Hildur hlaut bjartsýnisverðlaunin Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 17:15 Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann í september fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbíl. Vísir/EPA Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbílslysið í fyrra og er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Jókerinn“. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og vernari verðlaunanna, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Í tilkynningu um verðlaunin kemur fram að Hildur er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar. Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum „Tsjernóbíl“ og kvikmyndinni „Jókerinn“ hlotið mikið lof. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2019 sem voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Hún vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum um Tsjernóbílslysið í fyrra og er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni „Jókerinn“. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og vernari verðlaunanna, afhenti verðlaunin, áletraðan grip úr áli og eina milljón króna í verðlaunafé. Í tilkynningu um verðlaunin kemur fram að Hildur er tónskáld og sellóleikari en hefur einnig sungið og starfað sem kórstjóri. Hildur hefur leikið í fjölmörgum hljómsveitum og spannar tónlistin nánast allt svið tónlistar. Hildur lauk námi í Listaháskóla Íslands í tónsmíði og nýmiðlun. Hún fór síðan í framhaldsnám í tónsmíðum við Universität der Künste í Berlín. Hildur hefur sjálf gefið út fjórar hljómplötur sem allar hlutu allar góðar viðtökur. Þá hefur hún komið að gerð yfir tuttugu hljómplatna í samstarfi við annað tónlistarfólk. Sem tónskáld hefur Hildur samið tónlist fyrir leikhús, dansverk, sjónvarp og kvikmyndir. Að undanförnu hefur hún einkum einbeitt sér að tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir og hlotið mikið lof fyrir. Sérstaklega hefur tónlist Hildar í sjónvarpsþáttunum „Tsjernóbíl“ og kvikmyndinni „Jókerinn“ hlotið mikið lof. Í dómnefnd Íslensku bjartsýnisverðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Hildur Guðnadóttir Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00 Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02 Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. 18. desember 2019 20:00
Hildur vann til Emmy-verðlauna Hildur Guðnadóttir vann í nótt til sinna fyrstu Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Tsjernobyl. 16. september 2019 07:19
Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í dag tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 20. nóvember 2019 18:02
Hildur tilnefnd til Golden Globe Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. 9. desember 2019 14:45