Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 19:00 Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. vísir/bára Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira