Sebastian: Jónas var kannski aðeins of nálægt Sæbjörn Þór Þórbergsson skrifar 18. janúar 2020 18:18 Sebastian sagði að sjö marka tap gæfi ekki rétta mynd af leiknum gegn Fram. vísir/vilhelm Fyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Fram, 25-32, voru þau að munurinn hefði getað verið fjögur eða fimm mörk en ekki sjö mörk þegar upp var staðið. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og upp á það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn, skila sér. Við hlupum til dæmis vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunar,“ sagði Sebastian að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Fram, 25-32, voru þau að munurinn hefði getað verið fjögur eða fimm mörk en ekki sjö mörk þegar upp var staðið. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og upp á það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn, skila sér. Við hlupum til dæmis vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunar,“ sagði Sebastian að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30