Engin hjálp frá Íslandi, fáránlegt tal og fíaskó segir danska pressan eftir afhroðið Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 06:00 Nikolaj Jabobsen er landsliðsþjálfari Dana. Fyrir framan hann í mynd er hornamaðurinn Hans Lindberg sem á ættir að rekja til Íslands. vísir/getty Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær eftir síðasta leik liðsins á EM 2020. Danmörk er úr leik á EM en það varð ljóst eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjum. Danirnir unnu þó Rússa í lokaumferðinni til að bjarga andlitinu. Það var þó ekki nóg til þess að gera dönsku miðlana ánægða. „Engin hjálp: Danmörk er dottið út af EM.“ Svona hljóðar fyrirsögn Ekstra Bladet eftir tap Íslands gegn Ungverjalandi þar sem fjallað er um leik strákanna okkar. „Ísland gat ekki hjálpað Danmörku,“ skrifaði miðillinn enn frekar. „Danmörk þurfti hjálp frá Íslandi til þess að komast í milliriðla en þannig fór það ekki.“ Ingen hjælp: Danmark ude af EM!:https://t.co/nDqRSyjvC7— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 15, 2020 „Það sem Ungverjaland og Ísland eiga sameiginlegt er að þau spila fyrsta leik sinn í milliriðli á föstudaginn. Það gerir Danmörk ekki,“ segir í frétt Jyllands-Posten um gengi Dana. „Það er næstum ekki hægt að trúa þessu en svona er þetta. Riðlakeppnin á EM 2020 er endastöðin fyrir gull-kandídatana í Danmörku.“ „Danmörk lenti í meiðslum og veikindum nokkurra lykilmanna en það færir þetta fíaskó ekki um millimetra.“ Genlæs liveblog: Ungarn slog Island - Danmark ude af EM https://t.co/LnunDfdQTQpic.twitter.com/WaHmvjCbf1— JP Sport (@sportenJP) January 15, 2020 Søren Paaske, spekingur BT, skrifar pistil um gengi Dana þar sem hann fer vel ofan í kjölinn á gengi Dana. Hann er þó viss um að ekki eigi að reka Nikolaj Jakobsen, þjálfara liðsins. „Ég vil meina að allt tal um að reka einhvern - og það hef ég séð á nokkrum stöðum á samfélagsmiðlum í kvöld - er algjörlega fáránlegt.“ „Maðurinn er einn besti þjálfari heims og stýrði Dönum til sigurs á HM fyrir ári síðan. Auðvitað er staða hans ekki til umræðu,“ en afar ítarlegan pistil hans um mótið lesa hér. Allar umsagnir í einkunnargjöf BT eftir leikinn enduðu á sömu setningunni. „En það skiptir því miður engu máli núna.“ Vísaði blaðið í það að danska liðið er úr leik og þeir væru á leið heim frá Malmö eftir vonbrigðin. Jyllands-posten er ekki eini miðillinn sem segir að Evrópumótið sé fíaskó. Sérfræðingurinn hjá TV 2 Sport, Claus Møller Jakobsen, er sammála því og segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að kalla þetta fíaskó. „Það er enginn vafi á því að þetta er fíaskó. Danmörk hefur í tveimur leikjum ekki sýnt þau gæði sem þeir eiga að vera spila á.“ Karakterer fra dansk EM-farce: Det bør du tænke over, Nikolaj!https://t.co/yOJ4Zy5ja3pic.twitter.com/t6lAqs174G— B.T. Sport (@BTSporten) January 15, 2020 EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. 15. janúar 2020 20:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær eftir síðasta leik liðsins á EM 2020. Danmörk er úr leik á EM en það varð ljóst eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjum. Danirnir unnu þó Rússa í lokaumferðinni til að bjarga andlitinu. Það var þó ekki nóg til þess að gera dönsku miðlana ánægða. „Engin hjálp: Danmörk er dottið út af EM.“ Svona hljóðar fyrirsögn Ekstra Bladet eftir tap Íslands gegn Ungverjalandi þar sem fjallað er um leik strákanna okkar. „Ísland gat ekki hjálpað Danmörku,“ skrifaði miðillinn enn frekar. „Danmörk þurfti hjálp frá Íslandi til þess að komast í milliriðla en þannig fór það ekki.“ Ingen hjælp: Danmark ude af EM!:https://t.co/nDqRSyjvC7— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 15, 2020 „Það sem Ungverjaland og Ísland eiga sameiginlegt er að þau spila fyrsta leik sinn í milliriðli á föstudaginn. Það gerir Danmörk ekki,“ segir í frétt Jyllands-Posten um gengi Dana. „Það er næstum ekki hægt að trúa þessu en svona er þetta. Riðlakeppnin á EM 2020 er endastöðin fyrir gull-kandídatana í Danmörku.“ „Danmörk lenti í meiðslum og veikindum nokkurra lykilmanna en það færir þetta fíaskó ekki um millimetra.“ Genlæs liveblog: Ungarn slog Island - Danmark ude af EM https://t.co/LnunDfdQTQpic.twitter.com/WaHmvjCbf1— JP Sport (@sportenJP) January 15, 2020 Søren Paaske, spekingur BT, skrifar pistil um gengi Dana þar sem hann fer vel ofan í kjölinn á gengi Dana. Hann er þó viss um að ekki eigi að reka Nikolaj Jakobsen, þjálfara liðsins. „Ég vil meina að allt tal um að reka einhvern - og það hef ég séð á nokkrum stöðum á samfélagsmiðlum í kvöld - er algjörlega fáránlegt.“ „Maðurinn er einn besti þjálfari heims og stýrði Dönum til sigurs á HM fyrir ári síðan. Auðvitað er staða hans ekki til umræðu,“ en afar ítarlegan pistil hans um mótið lesa hér. Allar umsagnir í einkunnargjöf BT eftir leikinn enduðu á sömu setningunni. „En það skiptir því miður engu máli núna.“ Vísaði blaðið í það að danska liðið er úr leik og þeir væru á leið heim frá Malmö eftir vonbrigðin. Jyllands-posten er ekki eini miðillinn sem segir að Evrópumótið sé fíaskó. Sérfræðingurinn hjá TV 2 Sport, Claus Møller Jakobsen, er sammála því og segir að það sé ekkert annað í stöðunni en að kalla þetta fíaskó. „Það er enginn vafi á því að þetta er fíaskó. Danmörk hefur í tveimur leikjum ekki sýnt þau gæði sem þeir eiga að vera spila á.“ Karakterer fra dansk EM-farce: Det bør du tænke over, Nikolaj!https://t.co/yOJ4Zy5ja3pic.twitter.com/t6lAqs174G— B.T. Sport (@BTSporten) January 15, 2020
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12 Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. 15. janúar 2020 20:15 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. 15. janúar 2020 19:47
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Hræðilegur sóknarleikur í seinni hálfleiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði illa fyrir Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Ungverjar unnu leikinn að lokum með sex marka mun, 24-18. 15. janúar 2020 19:12
Uppgjör Henrys: Enn og aftur stóð ungverska gúllassúpan í strákunum okkar Að tapa mikilvægum handboltaleikjum gegn Ungverjum er orðið þreytt. Alveg svakalega þreytt. Eiginlega þreyttara en **** Svíagrýlan var á sínum tíma. 15. janúar 2020 20:15