Guðmundur: Við þurfum að skoða frammistöðu okkar vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2020 19:09 Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni EM í handbolta, 24-18. Eftir fínan fyrri hálfleik datt allur botn úr leik Íslands í þeim síðari og skoraði Ísland aðeins eitt mark á síðustu sautján mínútum leiksins. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar sem okkur tekst að spila frábæran handbolta í vörn og sókn. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleiknum og ákefðin okkur var fín. Ég hefði þó viljað fara inn í seinni hálfleikinn með fimm marka forystu - það hefði breytt miklu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. „Við komumst svo ágætlega af stað í seinni hálfleik en förum þó illa með nokkur dauðafæri. Svo kemur afspyrnuslakur kafli í seinni hálfleik sem endar með að þeir komast yfir. Við gáfum svo eftir í vörninni okkar síðustu 20 mínútur leiksins. Það vantaði grimmd og að við kæmum framar í vörninni.“ Hann segir að frammistaða línumannsins Bence Banhidi, sem skoraði átta mörk úr tíu skotum, hafi gert útslagið. „Hann gerði í raun út um leikinn en það breytir því ekki að síðustu 20 mínúturnar okkar voru mjög slakar. Við skoruðum aðeins sex mörk í seinni hálfleik og klúðrum fjórum vítum í leiknum. Það er ekki gott.“ Guðmundur segir að það sé ekki mikill tími til að dvelja við þetta tap en hann vilji þó skoða frammistöðu Íslands vel áður en lengra er haldið. „Sérstaklega frammistöðuna í seinni hálfleik. Við vorum frábærir eftir leikhléið sem við tókum í fyrri hálfleik en svo gerist eitthvað í síðari hálfleik sem við þurfum að skoða vel, áður en við hugsum um næsta andstæðing og skoðum hann. Það er vissulega stutt á milli leikja en svona er þetta bara.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01 Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01 Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00 Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48 Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Alexander: Þetta er mjög súrt núna Alexander Petersson var skiljanlega svekktur með að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 í dag. 15. janúar 2020 19:01
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup Fyrirliðinn segir að menn höfðu lagt allt sitt í sölurnar í kvöld. 15. janúar 2020 19:01
Ýmir: Þetta var erfitt Valsmaðurinn var vonsvikinn eftir tapið fyrir Ungverjum. 15. janúar 2020 19:00
Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“ Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16. 15. janúar 2020 18:48
Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik. 15. janúar 2020 18:45