Sanders lætur til skarar skríða gegn helstu keppinautum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 14:07 Warrren (t.v.) og Sanders (t.h.) þykja lengst til vinstri í forvali demókrata. Þau hafa fram að þessu tekið á hvor öðru með silkihönskum en nú virðist breyting orðin á. Vísir/EPA Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Sjálfboðaliðar framboðs Bernie Sanders í forvali Demókrataflokksins í Bandaríkjunum sögðu kjósendum um helgina að Elizabeth Warren, einn helstu keppinauta hans í forvalinu, nyti aðeins stuðnings þeirra ríku og menntuðu. Framboð Sanders er sagt ganga harðar fram gegn keppinautum nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að forvalið hefjist. Warren er sá frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á þessu ári sem stendur Sanders næst hugmyndafræðilega. Þau hafa fram að þessu forðast að gagnrýna hvort annað með beinum hætti. Sanders virðist nú hafa ákveðið að tími sé kominn til að hann beiti sér af meiri hörku gegn Warren og öðrum mótherjum í forvalinu. Politico greindi frá handriti sem sjálfboðaliðum framboðs hans sem hringja í kjósendur í Iowa, þar sem fyrsta forvalið fer fram 3. febrúar, var sagt að lesa fyrir þá sem gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir að kjósa Warren. „Mér líkar við Elizabeth Warren. Hún er í raun í öðru sæti hjá mér. En þetta er það sem ég hef áhyggjur af með hana. Fólkið sem styður hana er mjög menntað, vel stæðara fólk sem á eftir að mæta og kjósa demókrata sama hvað. Hún kemur ekki með neitt nýtt fylgi inn í Demókrataflokkinn,“ segir í handritinu sem sjálfboðaliðar áttu að lesa upp úr, að sögn Politico. Framboð Sanders, sem er sjálfur ekki í Demókrataflokknum heldur situr í öldungadeild Bandaríkjaþings sem óháður þingmaður, hefur ekki neitað því að handritið sé ósvikið. Sanders gerði lítið úr því við fréttamenn í gær, sagði að hann hefði sjálfur aldrei gagnrýnt Warren beint. „Enginn fer að tala illa um Elizabeth Warren,“ fullyrti Sanders. Varar við því að endurtaka erjurnar frá 2016 Warren sagðist í gær hafa orðið fyrir vonbrigðum með að framboð Sanders léti sjálfboðaliða tala illa um sig við kjósendur og hvatti hann til að snúa af þeirri leið. Gaf hún jafnframt í skyn að nokkuð hatrömm kosningabarátta Sanders og Hillary Clinton í forvali flokksins árið 2016 hafi hjálpað Donald Trump forseta. „Við sáum öll áhrif flokkserjanna árið 2016 og við getum ekki endurtekið þær. Demókratar verða að sameina flokkinn og það þýðir að fá alla hluta bandalags flokksins saman,“ sagði Warren. Framboð Sanders hefur einnig beint spjótum sínum í auknum mæli að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, en þeir og Warren virðast sigurstranglegust í forvalinu samkvæmt skoðanakönnunum. Sérstaklega hefur framboðið gagnrýnt stuðning Biden við Íraksstríðið og afstöðu hans í kynþáttamálum fyrr á stjórnmálaferli hans, að sögn Washington Post. Síðustu sjónvarpskappræðurnar áður en forvalið hefst fara fram á þriðjudag. Þá takast sex frambjóðendur á í sjónvarpssal. Auk Sanders, Warren og Biden taka þau Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tom Steyer þátt í kappræðunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11 Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Alls safnaði framboðið jafnvirði 5,6 milljarða íslenskra króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2019. 2. janúar 2020 13:11
Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Framboð varaforsetans afsakaði svipaða fullyrðingu hans í september með því að hann hefði mismælt sig. 6. janúar 2020 14:21