13. janúar í stórmótasögu Íslands: Einn sigur og eitt tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 15:00 Gísli Kristjánsson í leiknum á móti Spánverjum á HM fyrir nákvæmlega ári síðan. Getty/Sven Hoppe Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur tvisvar áður spilað leik í stórmóti 13. janúar og voru báðir þeir leikir á heimsmeistaramóti. Þetta er því fyrsti leikurinn á EM á þessum mánaðardegi. Annar leikur Íslands á EM 2020 fer fram í dag þegar íslensku strákarnir spila mjög mikilvægan leik á móti Rússum. Seinni leikurinn á þessu mánaðardegi var á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan en sá fyrri á HM á Spáni árið 2013. Ísland mætti Spánverjum á HM 2019 á þessum degi í fyrra og varð að sætta sig við sjö marka tap, 25-32. Það gekk aftur á móti mun betur á HM 2013 þegar íslenska liðið vann sextán marka sigur á Síle á þessum degi, 38-22. Í leiknum á móti Spánverjum á þessum degi í fyrra lögðu spænsku landsliðsmennirnir grunninn að sigrinum með góðum endakafla í fyrri hálfleik þegar þeir breyttu stöðunni úr 9-8 í 19-14. Spánverjar voru síðan komnir sjö mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk. Fjögur af fimm mörkum Arons komu á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Leikurinn á móti Síle á HM 2013 var annar leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu á Spáni eftir að sá fyrsti tapaðist með fimm marka mun á móti Rússum. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með Síle, var komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og vann síðan seinni hálfleikinn 20-11. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson var þriðji markahæstur með fimm mörk og þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 13 skot í markinu þar af tvö víti. EM 2020 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur tvisvar áður spilað leik í stórmóti 13. janúar og voru báðir þeir leikir á heimsmeistaramóti. Þetta er því fyrsti leikurinn á EM á þessum mánaðardegi. Annar leikur Íslands á EM 2020 fer fram í dag þegar íslensku strákarnir spila mjög mikilvægan leik á móti Rússum. Seinni leikurinn á þessu mánaðardegi var á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan en sá fyrri á HM á Spáni árið 2013. Ísland mætti Spánverjum á HM 2019 á þessum degi í fyrra og varð að sætta sig við sjö marka tap, 25-32. Það gekk aftur á móti mun betur á HM 2013 þegar íslenska liðið vann sextán marka sigur á Síle á þessum degi, 38-22. Í leiknum á móti Spánverjum á þessum degi í fyrra lögðu spænsku landsliðsmennirnir grunninn að sigrinum með góðum endakafla í fyrri hálfleik þegar þeir breyttu stöðunni úr 9-8 í 19-14. Spánverjar voru síðan komnir sjö mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik og unnu öruggan sigur. Ólafur Guðmundsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk. Fjögur af fimm mörkum Arons komu á fyrstu fjórtán mínútum leiksins. Leikurinn á móti Síle á HM 2013 var annar leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu á Spáni eftir að sá fyrsti tapaðist með fimm marka mun á móti Rússum. Íslenska liðið átti ekki í miklum vandræðum með Síle, var komið sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og vann síðan seinni hálfleikinn 20-11. Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk. Stefán Rafn Sigurmannsson var þriðji markahæstur með fimm mörk og þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 13 skot í markinu þar af tvö víti.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira