Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:42 Frá slysstað. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort einhver sé í lífshættu eftir alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi. Á fimmta tug manns voru í rútunni en rútan mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um var að ræða hóp háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar. Tvær rútur fluttu nemanna norður til Akureyrar en önnur þeirra valt.Sjá einnig: Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Hjálmar segir ljóst að um háorkuslys sé að ræða, fólk sé í sjokki og eitthvað sé um rispur og möguleg beinbrot. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Farþegar rútunnar verða fluttir á Blönduós í greiningu og eftir atvikum til Akureyrar eða Reykjavíkur til frekari aðhlynningar að sögn Hjálmars. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í grunnskólanum á Blönduósi. Hjálmar segir vinnu á vettvangi vera í gangi og áætlar að tugir manna komi að þeirri vinnu. Nægilegur mannskapur sé á vettvangi og kallað verði til fleiri ef þörf er á. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að flytja alla farþega rútunnar af slysstað og voru flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Fréttin hefur verið uppfærð. Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé hægt að svara því að svo stöddu hvort einhver sé í lífshættu eftir alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi. Á fimmta tug manns voru í rútunni en rútan mun hafa farið á hvolf á þjóðvegi 1 nærri bænum Öxl og voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. Um var að ræða hóp háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar. Tvær rútur fluttu nemanna norður til Akureyrar en önnur þeirra valt.Sjá einnig: Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Hjálmar segir ljóst að um háorkuslys sé að ræða, fólk sé í sjokki og eitthvað sé um rispur og möguleg beinbrot. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan hinna slösuðu að svo stöddu. Farþegar rútunnar verða fluttir á Blönduós í greiningu og eftir atvikum til Akureyrar eða Reykjavíkur til frekari aðhlynningar að sögn Hjálmars. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í grunnskólanum á Blönduósi. Hjálmar segir vinnu á vettvangi vera í gangi og áætlar að tugir manna komi að þeirri vinnu. Nægilegur mannskapur sé á vettvangi og kallað verði til fleiri ef þörf er á. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er búið að flytja alla farþega rútunnar af slysstað og voru flestir fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14