Þrír komust í fjögurra áratuga klúbbinn í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 23:30 Fulltrúar 1980-kynslóðarinnar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm/bára Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00