Unnið eftir áætlun sem gerir ráð fyrir að atvinnulíf skerðist og dánartíðni hækki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2020 13:33 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða. Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin hér á landi um að vinna eftir landsáætlun fyrir heimsfaraldur inflúensu í tengslum við kórónaveiruna. Þetta var ákveðið á fundi Sóttvarnarlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frá þessu er greint í stöðuskýrslu almannavarnadeildarinnar vegna kórónaveikinnar. Þar segir að í landsáætlunni sé gert ráð fyrir að „atvinnulíf í landinu skerðist í ákveðinn tíma, hluti þjóðarinnar verði rúmfastur vegna veikinda og dánartíðni verði umfram það sem búast má við í venjulegi árferði.“ Ekkert tilfelli kórónaveiru hefur komið upp hér á landi en alls hafa 132 látist vegna sýkingar af völdum veirunnar. Rúmlega sex þúsund hafa veikst í sautján ríkjum, langflest í Kína Kemur fram að viðbrögð stjórnvalda hér á landi beinist að því að hindra sem mest komu veirunnar og útbreiðslu innanlands, að heilbrigðisþjónusta verði tryggð fyrir veika einstaklinga og nauðsynlegri starfsemi verði viðhaldið innanlands. Þá kemur einnig fram að rætt hafi verið um áhrif þess að loka landinu fyrir flug- og skipaumferð. Áætlað er að faraldurinn gangi yfir á 2-3 mánuðum og gæti lokun landsins hugsanlega staðið yfir í hálft ár. Ekki er þó talið raunhæft að grípa til slíkra aðgerða.
Almannavarnir Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05 Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Flytja hundruð Breta í Wuhan heim í einangrun Tvö hundruð Bretar sem staðsettir eru í Wuhan í Kína verður flogið til Bretlands á morgun, þar sem þeir verða settir í tveggja vikna einangrun. 29. janúar 2020 11:05
Hótel og hópferðafyrirtæki fá afbókanir á háannatímabili Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfitt að spá fram í tímann afleiðingar veirunnar á íslenska ferðaþjónustu. Hópferðabann og niðurfelling flugs hafi strax haft áhrif og þá sérstaklega á hótel og hópfyrirtæki enda sé núna háanna tímabil í þjónustu við kínverska ferðamenn. 29. janúar 2020 12:30