„Pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:32 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkisnefndar. Vísir Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins. Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Evrópuráðsþingið samþykkti með miklum meirihluta að hefja virkt vöktunarferli fyrir Pólland og að beina tilmælum til pólskra stjórnvalda um að þau hætti pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar í landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni í dag. „Héðan úr þingi Evrópuráðsins er það helst að frétta að í gær var pólska ríkisstjórnin hreinlega rasskellt af þinginu,“ skrifar Rósa. Þingið hafi samþykkt með 140 atkvæðum gegn 37 „að Pólland verði að láta dómskerfið sitt virka og hætta pólitískum afskiptum af dómskerfinu þar, til að mynda við skipanir dómara.“ Þá hafi þingið ákveðið að hefja svokallað virkt vöktunarferli fyrir Pólland í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á lýðræðisstofnunum sem hafi „skaðað mjög sjálfstæði dómsvaldsins og almenn lög og reglur," skrifar Rósa og vitnar þar í frétt Evrópuráðsins um málið. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Evrópuráðið tekur upp virka vöktun á Evrópusambandsríki en það segir Rósa sýna fram á alvarleika málsins. „Til að tengja þessi tíðindi hingað heim, er skemmst að minnast að eina yfirlýsing um stuðning við vörn Íslands í Landsréttarmálinu við Mannréttindadómstól Evrópu sem fer fram nú eftir rúmlega viku kom frá...pólska ríkinu...“ skrifar Rósa. Segir hún þann stuðning vera varasaman auk þess sem ákvörðun Evrópuráðsins, sem tekin var í gær, hljóti að fá marga til að hugsa „vel og vandlega um stöðuna í íslenska dómkerfinu,“ líkt og segir í færslu Rósu.Dómarafélagið hefur meðal annars sagt þennan stuðning pólskra stjórnvalda við Landsréttarmálið vera áhyggjuefni en íslensk stjórnvöld hafa sagt engin tengsl á milli máls Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Áður hefur Evrópudómstóllinn til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að pólsk stjórnvöld hafi brotið Evrópulög þegar þau ákváðu að lækka eftirlaunaaldur dómara. Sú ákvörðun vakti harða gagnrýni Evrópuríkja og stjórnarandstæðinga í Póllandi sem sökuðu stjórnvöld um að blanda pólitík inn í réttarkerfi landsins.
Landsréttarmálið Pólland Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira