Ólína hellir sér yfir Pál Magnússon Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 09:19 Ólína segir að Páll geti trútt um talað þegar hann hneykslast á bótum sem henni voru dæmdar. Sjálfur hafi hann þegið 22 milljónir fyrir að hætta sem útvarpsstjóri á sínum tíma. Ólína Þorvarðardóttir, sem á dögunum hlaut 20 milljónir króna í bætur vegna brots Þingvallanefndar á jafnréttislögum varðandi ráðningu stöðu þjóðgarðsvarðar, hellir sér yfir Pál Magnússon alþingismann á Facebooksíðu sinni. „Þetta segir maðurinn sem fyrir þremur árum fékk sjálfur 22 milljónir króna fyrir að hætta störfum hjá RÚV, eins og frægt varð (sjá tengil hér neðar). „Himinhrópandi“ hlýtur sú upphæð að teljast svo notuð séu hans eigin orð,“ skrifar Ólína á Facebooksíðu sína í nótt. Hraksmánarlegt klúður Páls Tilefni skrifanna er frétt Vísis frá í gærkvöldi þar sem greint er frá orðum Páls í Reykjavík síðdegis, sem sagðist skilja reiði fólks vegna samanburðar á bótagreiðslu ríkisins vegna þeirrar greiðslu og svo bótagreiðslu vegna mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem tengjast svo andláti nýfædds barns. Páll á sæti í Þingvallanefnd en formaður þar er Ari Trausti Guðmundsson, sem hafði það sér til varna í málinu að hann hefði enga reynslu af ráðningum á vegum ríksins og hafi lagt allt sitt hald og traust á Capacent sem var nefndinni innan handar við ráðninguna. Framkvæmdastjóri Capacent furðaði sig síðar á útskýringur Ara Trausta. „Páll Magnússon, maður sem ber ábyrgð á hraksmánarlegu klúðri Þingvallanefndar sem kostaði ríkissjóð 11 milljónir í skaðabætur til mín (að nafninu til 20 mkr en 11 mkr í reynd). Hann stekkur eins og gammur yfir ólýsanlegan harm fólks sem misst hefur barnið sitt og hlotið þar af miska (sem ríkið mætti sannarlega bæta betur en raun er á, en engir fjármunir fá þó nokkru sinni bætt). Þeim þunga og óbætanlega harmi stillir hann upp við hliðina á hans eigin klúðri sem leiddi til greiðslu skaðabóta til mín og reynir þar með að slá pólitíska keilu í einstaklega ósmekklegri tilraun til þess að breiða yfir sína eigin skömm,“ segir Ólína í pistli sínum. Sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð Hún segir að hvorki hann né aðrir sem hafa haldið þessum samanburði á lofti að undanförnu tali um tæpra 60 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði vegna Haraldar Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra, „fyrir að hætta“ eins og Ólína orðar það. Né sé talað um 150 milljónirnar sem Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion, hlaut í starfslokagreiðslu. „Nú eða um þær 22 milljónir sem Páll Magnússon sjálfur þáði þarna um árið fyrir að hætta sem útvarpsstjóri. Nei, nú er hann bara heilagur í framan þar sem hann heldur á lofti myndum af mér. Reynir þar með að lappa upp á pólitíska ásýnd og varpa frá sér sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð. Sannast hér hið fornkveðna að margur sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. Já, margur heldur mig sig.“ Alþingi Dómsmál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. 27. janúar 2020 17:41 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, sem á dögunum hlaut 20 milljónir króna í bætur vegna brots Þingvallanefndar á jafnréttislögum varðandi ráðningu stöðu þjóðgarðsvarðar, hellir sér yfir Pál Magnússon alþingismann á Facebooksíðu sinni. „Þetta segir maðurinn sem fyrir þremur árum fékk sjálfur 22 milljónir króna fyrir að hætta störfum hjá RÚV, eins og frægt varð (sjá tengil hér neðar). „Himinhrópandi“ hlýtur sú upphæð að teljast svo notuð séu hans eigin orð,“ skrifar Ólína á Facebooksíðu sína í nótt. Hraksmánarlegt klúður Páls Tilefni skrifanna er frétt Vísis frá í gærkvöldi þar sem greint er frá orðum Páls í Reykjavík síðdegis, sem sagðist skilja reiði fólks vegna samanburðar á bótagreiðslu ríkisins vegna þeirrar greiðslu og svo bótagreiðslu vegna mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem tengjast svo andláti nýfædds barns. Páll á sæti í Þingvallanefnd en formaður þar er Ari Trausti Guðmundsson, sem hafði það sér til varna í málinu að hann hefði enga reynslu af ráðningum á vegum ríksins og hafi lagt allt sitt hald og traust á Capacent sem var nefndinni innan handar við ráðninguna. Framkvæmdastjóri Capacent furðaði sig síðar á útskýringur Ara Trausta. „Páll Magnússon, maður sem ber ábyrgð á hraksmánarlegu klúðri Þingvallanefndar sem kostaði ríkissjóð 11 milljónir í skaðabætur til mín (að nafninu til 20 mkr en 11 mkr í reynd). Hann stekkur eins og gammur yfir ólýsanlegan harm fólks sem misst hefur barnið sitt og hlotið þar af miska (sem ríkið mætti sannarlega bæta betur en raun er á, en engir fjármunir fá þó nokkru sinni bætt). Þeim þunga og óbætanlega harmi stillir hann upp við hliðina á hans eigin klúðri sem leiddi til greiðslu skaðabóta til mín og reynir þar með að slá pólitíska keilu í einstaklega ósmekklegri tilraun til þess að breiða yfir sína eigin skömm,“ segir Ólína í pistli sínum. Sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð Hún segir að hvorki hann né aðrir sem hafa haldið þessum samanburði á lofti að undanförnu tali um tæpra 60 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði vegna Haraldar Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra, „fyrir að hætta“ eins og Ólína orðar það. Né sé talað um 150 milljónirnar sem Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion, hlaut í starfslokagreiðslu. „Nú eða um þær 22 milljónir sem Páll Magnússon sjálfur þáði þarna um árið fyrir að hætta sem útvarpsstjóri. Nei, nú er hann bara heilagur í framan þar sem hann heldur á lofti myndum af mér. Reynir þar með að lappa upp á pólitíska ásýnd og varpa frá sér sök og skömm sem lengi verður í minnum höfð. Sannast hér hið fornkveðna að margur sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin. Já, margur heldur mig sig.“
Alþingi Dómsmál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. 27. janúar 2020 17:41 Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. 27. janúar 2020 17:41
Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. 7. janúar 2020 16:05