Aldarfjórðungur síðan Cantona sparkaði í stuðningsmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Kung-fu spark Cantonas. vísir/getty Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag. Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag.
Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira