Andri Már boðar nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Andri Már Ingólfsson, stofnandi Aventura. Vísir/Aðsend Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum. Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum.
Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03