Af lýðskrumi og loddurum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði. Það er nefnilega merkilegt ef satt reynist að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. Nema ástæðan sé sú að sjávarútvegur í Namibíu sé mun betur rekinn og verðmætari en hér á Íslandi. Þann þátt er því sjálfsagt að skoða samhliða ef það er það sem veldur stjórnarþingmönnum mestum áhyggjum. Í öllu falli er ljóst að það þarf að auka gegnsæi og sanngirni við verðlagningu á sjávarauðlindinni en það verður best gert með því að markaðurinn ráði verði á aflaheimildum. Gærdagurinn sýndi ljóslega hversu mikilvægt er að aftengja verðlagningu á okkar sameiginlegu auðlindum við pólitísk ítök og sérhagsmunagæslu. Og tryggja upplýsingar og gegnsæi. Einnig er lykilatriði að samningar verði tímabundnir og tryggja alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar um. Á það leggur Viðreisn ríka áherslu. Varðhundar kerfisins En varðhundar kerfisins, aðallega þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar detta hins vegar í gamalkunnugt gelt. Stóru orðin voru ekki spöruð. Þingmenn minnihlutans voru kallaðir loddarar og lýðskrumarar fyrir það eitt að kalla eftir auknu gegnsæi og upplýsingum um grundvallarmál sem tengjast auðlindanýtingu. Hagsmunirnir eru risavaxnir, það sést á viðbrögðunum. Ef stjórnmálaflokkar meina hinsvegar eitthvað með því að vitna reglulega í 1.grein laga um stjórnun fiskveiða, þar sem segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, þá á enginn að vera hræddur við að allra gagna sé aflað til að styðja við þá sameign og verðlagningu hennar. Blað brotið í sögu þingsins Þegar síðan skýrslubeiðnir almennt eru skoðaðar í sögulegu samhengi er framkvæmdin yfirleitt sú að atkvæðagreiðsla er haldin í þinginu um hvort skýrslubeiðnin skuli leyfð. Minnst 9 flutningsmenn þarf á skýrslubeiðni til að hægt sé að leggja hana fram. Skýrslubeiðni er yfirleitt samþykkt, oftast án umræðu eða sérstakrar mótstöðu. Enda er um mikilvægt aðhaldstæki og eftirlitshlutverk Alþingis, sérstaklega minnihlutans, að ræða. Það er hluti af lýðræðinu að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varða almannahag. Nema ætlun ríkisstjórnarinnar sé önnur. Á þessu varð breyting þegar umrædd skýrslubeiðni var afgreidd í gær. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins, ásamt fimm öðrum þingmönnum ríkisstjórnarinnar, greiddu atkvæði gegn þessari beiðni okkar, tíu aðrir sátu hjá. Andstaðan var vandlega pökkuð í hnýtingu í orðalag og formsatriði, að þetta sé í raun algjörlega óþörf beiðni, ekki réttu spurningarnar, alltof yfirgripslítil, að verið sé að bera saman epli og appelsínur, og það sem verst er að slík skýrsla og upplýsingarnar sem þar kæmu fram gætu nýst í pólitískri umræðu. Sem sagt pakkað í nauðvörn. Þar með var brotið blað í sögu þingsins. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem svo margir þingmenn greiða atkvæði gegn skýrslubeiðni og jafnframt í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem ráðherra kýs gegn slíkri beiðni og leggst þar með með jafn afgerandi hætti gegn slíkri upplýsingagjöf. Grímulaus sérhagsmunagæsla Það er í mínum huga ljóst að þessi einfalda beiðni um upplýsingar snerti viðkvæma taug og opinberaði í leiðinni þá grímulausu sérhagsmunagæslu sem íhaldssöm stjórnmálaöfl á þingi hafa stundað um árabil. En ríkisstjórnin eða hluti hennar lítur hins vegar á sig sem einhvers konar rómverskan keisara í þinginu með mikilvægari þumal en aðrir. Og hann vísar upp eða niður eftir því hvort erindi minnihlutans á þingi þóknast þeim eða ekki. Hinn sérstaki kapítuli ríkisstjórnarsáttmálans um eflingu þingsins er hinsvegar orðinn að góðlátlegu gríni. Þótt hvorki Dario Fo né Moliére þættu mikið til þess koma. Við í Viðreisn höfum margítrekað að við eigum áfram að byggja á aflamarkskerfinu sem byggt hefur verið upp frá árinu 1983 ásamt breytingum og styðst við sjálfbæra nýtingu og vísindalega ráðgjöf. Við viljum að samningar um auðlindina verði tímabundnir líkt og auðlindanefndin komst að niðurstöðu um á sínum tíma. Við viljum jafnframt að hluti aflaheimilda, t.d. 5% verði sett á markað á hverju ári og hluti auðlindagjalds renni til uppbyggingar innviða í heimabyggð. Hver grefur undan lýðræðinu? Eftir stendur að við þurfum að byggja upp traust og gegnsæi á einni mikilvægustu atvinnugrein okkar, sjávarútvegi. Upplýsingar á borð við þær sem beðið var um í þinginu í gær eru liður í því. Sama hvað stjórnarþingmenn reyna að segja með upphrópunum og útúrsnúningum. Það hlýtur því að vera eðlilegt að spyrja sig að því hver það er á endanum sem er raunverulega að grafa undan lýðræðinu? Er það sá sem biður um einfaldar upplýsingar er varðar almannahag og gætu varpað mikilvægu ljósi á stjórn fiskveiða í landinu, eða sá sem gerir hvað sem er til þess að grafa undan upplýsingagjöf? Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. Eins og þekkt er kom fram í fréttarskýringaþætti Kveiks að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu væru tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt. Það er liður í því að fá fram upplýsingar sem geta gagnast til uppbyggilegrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, auðlindaákvæði í stjórnarskrá og fleira sem þarf að vera á dagskrá stjórnmálanna á næstu misserum. Þótt það sé morgunljóst eftir gærdaginn að ákveðin stjórnmálaöfl munu gera allt til að koma í veg fyrir að svo verði. Það er nefnilega merkilegt ef satt reynist að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu tilbúin til að greiða meira fyrir tímabundinn afnotarétt til eins árs í Namibíu fyrir veiðirétt en það sem fyrirtækin treysta sér til að greiða fyrir ótímabundinn afnotarétt á Íslandi. Nema ástæðan sé sú að sjávarútvegur í Namibíu sé mun betur rekinn og verðmætari en hér á Íslandi. Þann þátt er því sjálfsagt að skoða samhliða ef það er það sem veldur stjórnarþingmönnum mestum áhyggjum. Í öllu falli er ljóst að það þarf að auka gegnsæi og sanngirni við verðlagningu á sjávarauðlindinni en það verður best gert með því að markaðurinn ráði verði á aflaheimildum. Gærdagurinn sýndi ljóslega hversu mikilvægt er að aftengja verðlagningu á okkar sameiginlegu auðlindum við pólitísk ítök og sérhagsmunagæslu. Og tryggja upplýsingar og gegnsæi. Einnig er lykilatriði að samningar verði tímabundnir og tryggja alvöru auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar um. Á það leggur Viðreisn ríka áherslu. Varðhundar kerfisins En varðhundar kerfisins, aðallega þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar detta hins vegar í gamalkunnugt gelt. Stóru orðin voru ekki spöruð. Þingmenn minnihlutans voru kallaðir loddarar og lýðskrumarar fyrir það eitt að kalla eftir auknu gegnsæi og upplýsingum um grundvallarmál sem tengjast auðlindanýtingu. Hagsmunirnir eru risavaxnir, það sést á viðbrögðunum. Ef stjórnmálaflokkar meina hinsvegar eitthvað með því að vitna reglulega í 1.grein laga um stjórnun fiskveiða, þar sem segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar, þá á enginn að vera hræddur við að allra gagna sé aflað til að styðja við þá sameign og verðlagningu hennar. Blað brotið í sögu þingsins Þegar síðan skýrslubeiðnir almennt eru skoðaðar í sögulegu samhengi er framkvæmdin yfirleitt sú að atkvæðagreiðsla er haldin í þinginu um hvort skýrslubeiðnin skuli leyfð. Minnst 9 flutningsmenn þarf á skýrslubeiðni til að hægt sé að leggja hana fram. Skýrslubeiðni er yfirleitt samþykkt, oftast án umræðu eða sérstakrar mótstöðu. Enda er um mikilvægt aðhaldstæki og eftirlitshlutverk Alþingis, sérstaklega minnihlutans, að ræða. Það er hluti af lýðræðinu að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varða almannahag. Nema ætlun ríkisstjórnarinnar sé önnur. Á þessu varð breyting þegar umrædd skýrslubeiðni var afgreidd í gær. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins, ásamt fimm öðrum þingmönnum ríkisstjórnarinnar, greiddu atkvæði gegn þessari beiðni okkar, tíu aðrir sátu hjá. Andstaðan var vandlega pökkuð í hnýtingu í orðalag og formsatriði, að þetta sé í raun algjörlega óþörf beiðni, ekki réttu spurningarnar, alltof yfirgripslítil, að verið sé að bera saman epli og appelsínur, og það sem verst er að slík skýrsla og upplýsingarnar sem þar kæmu fram gætu nýst í pólitískri umræðu. Sem sagt pakkað í nauðvörn. Þar með var brotið blað í sögu þingsins. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem svo margir þingmenn greiða atkvæði gegn skýrslubeiðni og jafnframt í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem ráðherra kýs gegn slíkri beiðni og leggst þar með með jafn afgerandi hætti gegn slíkri upplýsingagjöf. Grímulaus sérhagsmunagæsla Það er í mínum huga ljóst að þessi einfalda beiðni um upplýsingar snerti viðkvæma taug og opinberaði í leiðinni þá grímulausu sérhagsmunagæslu sem íhaldssöm stjórnmálaöfl á þingi hafa stundað um árabil. En ríkisstjórnin eða hluti hennar lítur hins vegar á sig sem einhvers konar rómverskan keisara í þinginu með mikilvægari þumal en aðrir. Og hann vísar upp eða niður eftir því hvort erindi minnihlutans á þingi þóknast þeim eða ekki. Hinn sérstaki kapítuli ríkisstjórnarsáttmálans um eflingu þingsins er hinsvegar orðinn að góðlátlegu gríni. Þótt hvorki Dario Fo né Moliére þættu mikið til þess koma. Við í Viðreisn höfum margítrekað að við eigum áfram að byggja á aflamarkskerfinu sem byggt hefur verið upp frá árinu 1983 ásamt breytingum og styðst við sjálfbæra nýtingu og vísindalega ráðgjöf. Við viljum að samningar um auðlindina verði tímabundnir líkt og auðlindanefndin komst að niðurstöðu um á sínum tíma. Við viljum jafnframt að hluti aflaheimilda, t.d. 5% verði sett á markað á hverju ári og hluti auðlindagjalds renni til uppbyggingar innviða í heimabyggð. Hver grefur undan lýðræðinu? Eftir stendur að við þurfum að byggja upp traust og gegnsæi á einni mikilvægustu atvinnugrein okkar, sjávarútvegi. Upplýsingar á borð við þær sem beðið var um í þinginu í gær eru liður í því. Sama hvað stjórnarþingmenn reyna að segja með upphrópunum og útúrsnúningum. Það hlýtur því að vera eðlilegt að spyrja sig að því hver það er á endanum sem er raunverulega að grafa undan lýðræðinu? Er það sá sem biður um einfaldar upplýsingar er varðar almannahag og gætu varpað mikilvægu ljósi á stjórn fiskveiða í landinu, eða sá sem gerir hvað sem er til þess að grafa undan upplýsingagjöf? Höfundur er formaður Viðreisnar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun