Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 14:00 Viðbúnaði vegna Wuhan-kórónaveirunnar er lýst í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum. Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum.
Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15