Bretar ætla að flýta áformum um að banna bensínbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:13 Umferð í miðborg London. Ef áform stjórnvalda ganga eftir verða aðeins rafmagns- og aðrir kolefnisfríir bílar í umferð eftir árið 2035. Vísir/EPA Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira