Meðferð almannafjár Brynjar Níelsson skrifar 4. febrúar 2020 10:00 Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brynjar Níelsson Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun