Myndband sýnir björgun slasaðra skipverja frá upphafi til enda Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 15:58 Sigmaður Landhelgisgæslunnar kemur niður í flutningaskipið. Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Myndband sem Landhelgisgæslan birti í dag sýnir björgunina frá upphafi til enda. Þá var önnur þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug frá Vesmannaeyjum að kvöldi laugardags en gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskips, sem statt var skammt norður af Keilisnesi á Reykjanesskaga, á laugardag. Ákveðið var að senda þyrluna TF-EIR til að koma mönnunum undir læknishendur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vegna tungumálaörðugleika hafi túlkur verið fenginn til að aðstoða áhöfnina áður en þyrlan tók á loft til að fara yfir hvernig staðið yrði að hífingum. Þegar þyrlan kom á vettvang var sigmanni, lækni, tveimur hífingarbörum og búnaði slakað um borð í skipið. Þyrlan fór frá skipinu meðan áhöfnin athafnaði sig um borð og hlúði að skipverjunum. Þeim var komið fyrir á grjónadýnu í hífingarbörum og undirbúnir til flutnings. Að því búnu fór þyrlulæknirinn aftur um borð í þyrluna og svo voru skipverjarnir tveir hífðir um borð. Sigmaðurinn fór síðastur frá flutningaskipinu. Skipverjarnir voru svo fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Meðfylgjandi myndband gefur innsýn inn í störf þyrlusveitarinnar. Í því má sjá feril útkallsins frá sjónarhorni sigmannsins. Þá var áhöfnin á þyrlunni TF-GRO kölluð út að kvöldi laugardags til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél ekki lent í Eyjum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum og var komin aftur til baka rúmri klukkustund síðar. Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Vogar Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Myndband sem Landhelgisgæslan birti í dag sýnir björgunina frá upphafi til enda. Þá var önnur þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug frá Vesmannaeyjum að kvöldi laugardags en gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskips, sem statt var skammt norður af Keilisnesi á Reykjanesskaga, á laugardag. Ákveðið var að senda þyrluna TF-EIR til að koma mönnunum undir læknishendur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vegna tungumálaörðugleika hafi túlkur verið fenginn til að aðstoða áhöfnina áður en þyrlan tók á loft til að fara yfir hvernig staðið yrði að hífingum. Þegar þyrlan kom á vettvang var sigmanni, lækni, tveimur hífingarbörum og búnaði slakað um borð í skipið. Þyrlan fór frá skipinu meðan áhöfnin athafnaði sig um borð og hlúði að skipverjunum. Þeim var komið fyrir á grjónadýnu í hífingarbörum og undirbúnir til flutnings. Að því búnu fór þyrlulæknirinn aftur um borð í þyrluna og svo voru skipverjarnir tveir hífðir um borð. Sigmaðurinn fór síðastur frá flutningaskipinu. Skipverjarnir voru svo fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Meðfylgjandi myndband gefur innsýn inn í störf þyrlusveitarinnar. Í því má sjá feril útkallsins frá sjónarhorni sigmannsins. Þá var áhöfnin á þyrlunni TF-GRO kölluð út að kvöldi laugardags til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél ekki lent í Eyjum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum og var komin aftur til baka rúmri klukkustund síðar.
Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Vogar Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira