Jóhanna Júlía náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun á Norwegian CrossFit mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn en endaði í áttunda sæti. Mynd/Instagram/johannajuliusdottir Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Þrír Íslendingar tóku þátt í Norwegian CrossFit Championship sem fór fram í Storefjell fjallabænum um helgina. Í boði voru sæti á heimsleikunum í haust fyrir sigurvegarana eða þá sem enduðu hæst af þeim voru ekki búin að tryggja sig inn. Haraldur Holgersson og Ingimar Jónsson tóku þátt í karlakeppninni en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir í kvennakeppninni. Haraldur Holgersson náði bestum árangri íslensku keppendanna með því að enda í fimmta sæti. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir byrjaði mótið hins vegar frábærlega og var í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir, datt niður í fjórða sæti eftir annan daginn og endaði síðan í áttunda sæti. View this post on Instagram My first competition of the year is over Great weekend and some crazy strong girls out there Some things went well but always something to improve On to the next one . . . @norwegiancrossfitchampionship @prepared.programming #crossfitxy @crossfitxy #cfsudurnes @cfsudurnes #hleðsla @hledsla #sportvorur @sportvorur A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) on Feb 16, 2020 at 10:40am PST Jóhanna Júlía náði öðru sætinu í fyrstu grein og varð síðan í þriðja sæti í grein tvö. Hún byrjaði síðan dag tvö með því að ná fimmta sætinu í grein þrjú. Jóhanna Júlía gaf síðan aðeins eftir á lokasprettinum og datt á endanum niður í áttunda sætið. Jóhanna Júlía var samt aðeins átta stigum frá fimmta sætinu en keppendur í fimmta til áttunda sætinu voru með á bilinu 632 til 640 stig. Haraldur Holgersson endaði í fimmta sæti í karlaflokki eftir að hafa náð 90 stigum í lokagreininni með því að verða þar þriðji. Það var besta greinin hans en hann náð fimmta sætinu í þremur greinum. Haraldur var aðeins fjórum stigum á undan sjötta sætinu en það var mun lengra upp í fjórða sætið eða 47 stig. Haraldur var 63 stigum frá því að komast á pall. Ingimar Jónsson endaði í ellefta sæti en hans besta grein var sú númer tvö þar sem Ingimar náði öðru sætinu. Ingimar var fimmti eftir fyrsta daginn Bandaríkjamaðurinn Griffin Roelle vann mótið í karlaflokki og tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust. Hjá konunum enduðu þær Gabriela Migala frá Póllandi og Andrea Solberg frá Noregi í tveimur efstu sætunum en þær voru þegar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana. Sætið á heimsleikunum fór því til hinnar finnsku Sönnu Venäläinen. View this post on Instagram Final leaderboards from the Norwegian CrossFit Championship. Denotes Games invite. Our @norwegiancrossfitchampionship leaderboard is brought to you by @iceagemeals. Use the code "ICEAGENORWAY" for 35% off your order. (LINK IN BIO) - #crossfit #cfgames2020 #sanctionals #morningchalkup b A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Feb 16, 2020 at 11:22am PST
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira