Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. febrúar 2020 18:30 Magnús á Minna Hofi við hlöðuna og fjárhúsið á bænum, sem stórskemmdist í óveðrinu í gær. Vísir/Magnús Hlynur Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Tiltekt hefur staðið yfir víða á Suðurlandi í dag eftir óveður gærdagsins. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir þrjá landshluta.Bændurnir á Minna Hofi á Rangárvöllum mættu um leið og birti í morgun til að taka til eftir óveðrið en hlaðan þar við gamalt fjárhús hrundi, auk þess sem gaflinn úr fjárhúsinu fór úr í vindinum.„Hlaðan er náttúrulega algjörlega farin nema veggstubbarnir, rokið hreinsaði ofan af henni og gaflinn úr fjárhúsinu“, segir Magnús Ingvarsson á Minna Hofi.Á bænum eru nokkrar kindur. „Já, við erum með einhverjar þrjátíu kindur hérna, hobbý dæmi. Þær voru náttúrulega frekar hissa á þessum látur, það voru sem betur fer bara tvær veturgamlar inn í þessu húsi, þær fundust undir járnabrakinu en það er allt í lagi með þær“, bætir Magnús við.Fjölmargir rafmagnsstaurar skammt austan við Hvolsvöll brotnuðu í veðrinu og tekur eflaust einhvern tíma að skipta þeim út fyrir nýja. Elvar við súrheysturninn eftir að hann var felldur í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gekk mikið á í veðrinu á bænum Skíðbakka II í Austur – Landeyjum þegar súrheysturn skemmdist. Turninn var felldur í morgun. Það var tilkomu mikið að sjá þegar turninn féll til jarðar, 18 tonn á þyngd, 21 metir á hæð og 35 ára gamall, en það voru starfsmenn Þjótanda á Hellu sem toguðu turninn niður með hjólagröfu. „Undir það síðasta hefur hann bara verið fjarskiptamastur en svo höfum við verið með korn í honum og það var alveg inn í myndinni að halda því áfram að nota hann, sem korngeymslu en auðvitað var hann upphaflega heyturn“, segir Elvar Eyvindsson, bóndi. Elvar þakkar því að það varð ekki meira tjón á bænum í gær hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. „Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré og skjól. Ég held að það væri almannavarnarmál að hafa almennilegt skjól“, segir Elvar.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Rangárþing ytra Veður Tengdar fréttir Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Vestfirði, Suður- og Suðausturland í kringum hádegi í dag. 15. febrúar 2020 07:45
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00