Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 11:43 Allt er á floti í Garðinum. Jóhann Issi Hallgrímsson Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ segir Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Hún hefur búið í Garðinum síðan í júlí 2007. „Ég hef aldrei séð þetta áður – aldrei nokkurn tímann!“ Hún segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í morgun. Þau hjónin hafi vaknað klukkan sex út frá veðri og látum í húsinu. Þau búa í timburhúsi svo veðrið fer ekki fram hjá þeim. „Klukkan níu var ekkert svona sjáanlegt.“ Sjórinn flæðir yfir allt í Garði.Jóhann Issi Hallgrímsson Klukkustund síðar hafi þau orðið vör við flóð á svæðinu sem hafi svo farið stöðugt vaxandi. Hjónin hafi farið í vettvangsferð á ellefta tímanum. Í framhaldinu hafi hún fylgst með flóði inn í hagann hjá þeim, sem hafði sloppið fram að þeim tíma. „Þetta er búið að stigmagnast síðan frá svona tíu mínútur í tíu. Það er enn svaðalegur sjógangur og farið að rigna í þokkabót. Ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur.“ Þau þakka fyrir að húsið þeirra standi nokkuð hátt svo þau efast um að vatnið komi inn í húsið hjá þeim. „Nema það fari að koma upp úr ræsinu.“ Öldugangurinn er sömuleiðis gríðarlega mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira
Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. „Það er orðið allt á floti hérna. Það er bara svo mikill sjógangur, og akkurat þessi átt, svo mikið háflóð að sjórinn gengur yfir allt,“ segir Fríða Björk Elíasdóttir í samtali við Vísi. Hún hefur búið í Garðinum síðan í júlí 2007. „Ég hef aldrei séð þetta áður – aldrei nokkurn tímann!“ Hún segir allt hafa verið með kyrrum kjörum í morgun. Þau hjónin hafi vaknað klukkan sex út frá veðri og látum í húsinu. Þau búa í timburhúsi svo veðrið fer ekki fram hjá þeim. „Klukkan níu var ekkert svona sjáanlegt.“ Sjórinn flæðir yfir allt í Garði.Jóhann Issi Hallgrímsson Klukkustund síðar hafi þau orðið vör við flóð á svæðinu sem hafi svo farið stöðugt vaxandi. Hjónin hafi farið í vettvangsferð á ellefta tímanum. Í framhaldinu hafi hún fylgst með flóði inn í hagann hjá þeim, sem hafði sloppið fram að þeim tíma. „Þetta er búið að stigmagnast síðan frá svona tíu mínútur í tíu. Það er enn svaðalegur sjógangur og farið að rigna í þokkabót. Ég veit ekki hvernig þetta endar hjá okkur.“ Þau þakka fyrir að húsið þeirra standi nokkuð hátt svo þau efast um að vatnið komi inn í húsið hjá þeim. „Nema það fari að koma upp úr ræsinu.“ Öldugangurinn er sömuleiðis gríðarlega mikill í Reykjanesbæ.Jóhann Issi Hallgrímsson
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Sjá meira